Aðeins nokkrum mánuðum eftir að Britney Spears tilkynnti að hún myndi taka sér hlé frá ferlinum, hefur hún tilkynnt að hún sé hætt við það. Þetta kom aðdáendum á óvart sem flestir áttu ekki von á að sjá efni frá henni næstu árin, þar sem hún var byrjuð að tala um að hún ætlaði að einbeita sér að því að vera eiginkona og eignast börn með eiginmanni sínum Kevin Federline. En þá kom Britney í óvænta heimsókn um daginn til útvarpsstöðvarinnar Kiss FM í Los Angeles og leyfði aðdáendum að hlusta á fyrstu útgáfuna af nýju lagi sem að heitir “Mona Lisa” og er af næstu breiðskífu hennar sem hún er hálfnuð með að gera. Miða við hversu langt hún er komin með plötuna virðist vera sem hún hafi tekið lítinn sem engan tíma í þetta hlé sem hún tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum. Núna velta aðdáendur fyrir sér af hverju hún hafi tilkynnt þetta ef hún hafi í raun ekki viljað fara úr sviðsljósinu alveg strax, og eru nokkrar á kenningar í gangi á spjallsvæðum aðdáenda hennar og ætla ég að nefna hér nokkur sem ég hef lesið.
* Britney hafi viljað minnka straum ljósmyndara/blaðamanna sem að hafa verið nýlega óvenju mikið að elta hana eftir að hún giftist.
* Hún hafi viljað taka sinn tíma í að gera nýju plötuna á hennar eigin tíma í stað þess að vera undir þeim þrýstingi sem er eftir að það er tilkynnt að hún sé að gera plötu. En þá er vanalega ætlast til þess að það taki ekki mikið lengri tíma en 6 mánuði.
* Þetta hafi í raun verið bara markaðssetning Jive að spila svona með fjölmiðlana.
Og það sem ég persónulega tel líklegast…
Það hafi verið erfitt að semja við fyrirtækið (Jive) um nýjan plötusamning, en eftir að Britney gaf út “Greatest Hits” plötuna þá lauk hún samningnum við fyrirtækið sem hún skrifaði undir 15 ára gömul. Núna nýlega var verið að tala um í fjölmiðlum að hún sé í fyrsta skipti komin með fullt vald þegar kemur að lagavali á plötunni sinni, en það gæti tengst þessari kenningu. En Jive Records eins og líklega flest stóru plötufyrirtækin eru þekktir fyrir að vilja stjórna stjörnunum eins mikið og hægt er. Því hafa þeir líklega ekki verið á sömu nótum og Britney þegar kom að því að endurnýja plötusamninginn. Einnig þá var hún nýbúin að reka umboðsmanninn sinn Larry Rudolf en hann hefur verið umboðsmaður hennar í næstum áratug.
Aðdáendur búast við því að Britney muni nota tækifærið og breyta ímynd sinni þegar kemur að því að gefa út næstu plötu seinna á þessu ári, en talið er að hún sé búin að gefa margar vísbendingar um það að hún vilji gera það. Fyrst þegar hún skrifaði bréf á heimasíðunni sinni, þá talaði hún að hún væri komin með leið á því að vera ljóshærða stelpan framan á slúðurblöðum. Svo rekur hún umboðsmanninn sinn og segir ástæðuna vera að hún sé að fara aðra leið en hann með ferilinn. Svo leyfir hún aðdáendum að heyra lagið “Mona Lisa” sem margir telja vera í raun bein skilaboð að nú sé kominn tími á breytingar og að gamla Britney sé farin (sjá textabrot neðar).
Annars þá var Britney núna um daginn að gefa út annað lag af “Greatest Hits” plötunni og heitir það “Do Something”, og tel ég myndbandið vera ólíkt öllu því sem hún hefur gefið út áður. En hún gerir dálítið grín af sjálfri sér í því og einnig bara af ljóskum almennt held ég. Byrjar á því að hún er að fljúga með vinkonunum á bleikum trukki, og svo er t.d. atriði þar sem hún er að dilla sér í nærfötum og ýkir rosalega svipbrigðin eins og hún sé að reyna að vera sexy en að það gangi ekki alveg upp. Allavega skemmtilegt myndband sem ég mæli með að fólk taki ekkert allt of alvarlega, gaman líka að vita að því að þetta er í fyrsta skipti sem hún er aðstoðarleikstjóri við gerð myndbands.
Fleira í fréttum af söngkonunni er meðal annars að hún hafi sést máta föt í verslun fyrir ófrískar konur, en ljósmyndirnar sýna hana aðeins skoða föt og því er ekki víst að hún hafi verið að versla fyrir sjálfa sig. Einnig þá var nýlega fjallað um að hún hafi gefið 25 milljónir króna til hjálparstarfa þeirra þjóða sem að urðu fyrir flóðunum, og hafi einnig tekið upp myndband fyrir styrktartónleika sem verða á Mtv Asíu 6.febrúar. Litla systir hennar Jamie Lynn Spears sem er þekkt fyrir vestan úr sjónvarpsþáttunum “'Zoey 101” er einnig talsmaður “Do Something” safnaðar sem hvetur ungt fólk til þess að styrkja þau svæði sem að urðu fyrir flóðunum annan í jólum. Annars þá var nýlega farið yfir hvaða söngkonur hafi selt mest á þessum nokkru árum sem að eru liðin af árinu og er Britney auðvitað efst á listanum í fyrsta sæti.
__________________________________________________________
Textabrot úr “Mona Lisa”…
Ladies and Gentlemen. I´ve got a little story to tell.
About Mona Lisa and how she suddenly fell
See everyone knew her, they knew her oh so well.
Now I am taking over to release her from her spell.
She's unforgettable, she was a legend now.
It's kinnda bitterful, but shes gone.
She´s gone and incredible, she´s so unpredictable.
It´s time to let her go. Cause shes gone, cause shes gone.
She was taken under, drowning in her sleep.
Running like an angel, she was crying but could not see.
Now see everyone's watching, as she starts to fall.
Now don't have a breakdown, you'll hit the freaking wall!
__________________________________________________________
Nýjasta bréfið frá Spears…
Dear Fans,
A new year is starting and I have so many resolutions. If only I could convince myself to stick to them!
My Christmas was wonderful and I had such a great break. I think I should rephrase myself from my previous letters when I was talking about taking a “break”. What I meant was I am taking a break from being told what to do. True Masters say it's cool when you look at someone and don't know whether they are at work or play since it's all the same to them. The things I've been doing for work lately have been so much fun, because it's not like work to me anymore. I've been even more “hands on” in my management and the business side of things and I feel more in control than ever.
I just shot a cute video for “Do Something” that I co-directed. After doing about 20 videos, it gets kind of boring playing the same role, so I chose to work with a young, hungry, director Bille Woodruff. He had no ego whatsoever and the whole process was just so much fun. Oh, his dog was just adorable too.
As much fun as I had, I have to say I was a little disappointed that I still had to convince my record label that making this video was the right thing to do at this time. But, in the end, I think everything came out great. We shot the entire video in a record breaking 5 hours. I even came up with all the choreography and styled the entire shoot myself using Juicy Couture clothing.
Co-directing this video was like an experimental project for me. I feel like being behind the camera is sometimes more satisfying than being in front of it. Working on this video was my first taste into behind the scenes work which I am excited about doing more of in the near future. When a woman directs, I think it just alters the entire feel of the movie, production or play in such a positive way. Speaking of, I've been working on writing and hopefully eventually directing a musical which makes fun of the whole Hollywood scene, which is appropriately titled “Hollywood”.
On a different note, I have a new dog named Lucky and I just bought her a new dresser for her room. Yes, she has a room, which she shares with Bit Bit. For Christmas, they got a baby chandelier to go in it. It's the cutest thing in the world!
I have to go now because my other dog, Lacy, has been sick for a little while and I need to go give her medicine.
Happy New Year!
Love,
Brit