Ýmsar staðreyndir
Leikkonan og fyrirsætan Angelina Jolie (oft kölluð Angie) fæddist í Los Angeles, Kaliforníu þann 4.júní 1975.
Foreldrar Angelinu heita Jon Voight, sem einnig er leikari, og Marcheline Bertrand, sem er fyrrum leikkona og er nú umboðsmaður Angelinu. Þau skildu árið 1976. Angelina á einn bróður, James Haven Voight, fæddur árið 1973, og eru þau systkinin mjög náin.
Angelina hefur alltaf verið mjög sérstök manneskja og hún er ólík venjulegu fólki. Hún hefur líka allt öðruvísi hugsunarhátt heldur en aðrir. Hún var til dæmis lögð inn á geðdeild vegna þess að hún hélt að hún hefði framið morð.
Þegar Angelina var yngri, ferðuðust hún, móðir hennar og bróðir mikið og þá varð Angelina fljótt fyrirsæta, t.d. í New York, London og Los Angeles. En þegar þau hættu að ferðast settist Angelina á skólabekk til að læra leiklist.
Menntun og störf Angelinu
Angelina hóf nám í Lee Strasberg Institute og árið 1997 byrjaði hún í kvöldskóla hjá New York háskólanum. Hún byrjaði einnig að leika í leikhúsum en færði sig fljótt yfir í kvikmyndir.
Angelina hefur náð þeim einstaka árangri hingað til að hafa unnið öll verðlaun sem hún hefur verið tilnefnd fyrir, og ber þá hæst að nefna Óskarinn 2000 fyrir bestan leik í aukahlutverki, sem hún vann fyrir leik sinn í kvikmyndinni Girl, Interrupted.
Mennirnir í lífi Angelinu
Angelina er tvígift. Árið 1996 giftist hún leikaranum Johnny Lee Miller, en hjónabandið entist aðeins í 3 ár.
Þann 5.mars 2000 giftist hún svo leikaranum Billy Bob Thornton með lítilli athöfn í Las Vegas. Brúðkaupið var mjög óformlegt og öðruvísi, og til dæmis má nefna að skötuhjúin klæddust gallabuxum þegar athöfnin fór fram. Þau ættleiddu saman eins árs dreng, Maddox frá Kambódíu árið 2002. Angelina og Billy Bob skildu það sama ár, og hefur Angelina fullt forræði yfir barninu eftir skilnaðinn.
Samband Angelinu og Billy Bobs var mjög sérstakt, og var mikið talað um það í fjölmiðlum. Þau voru oft að segja hve ástfangin þau voru, og þau gengu líka með blóð af hvor öðru um hálsinn.
Hvernig líf Angelinu er í dag
Eftir skilnaðinn við Billy Bob, voru margir – jafnvel faðir Angelinu, hræddir um að Angelina myndi brotna alveg niður. En í staðinn einbeitti Angie sér að því jákvæða í lífi sínu: ættleidda sonin Maddox, sem er 2ja ára; starf hennar sem umboðsstjórnandi Sameinuðu Þjóðanna fyrir flóttamenn og sem sendiherra fyrir Goodwill; og gerð kvikmynda. Starf Angelinu fyrir SÞ felur í sér að heimsækja stríðshrjáð lönd eins og Sri Lanka og hjálpa flóttamönnum við að fá alla þá fæðu, skjól, lyf og menntun sem þeir þurfa á að halda, og einnig að láta af hendi milljónir dollara úr eigin vasa handa staðbundnum flóttamannaáætlunum.
Vafasöm fortíð
Angelina hefur gert ýmsa hluti sem hafa verið skaðlegir heilsu hennar. Þar má nefna neysla eiturlyfja og sjálfsmisþyrming. Þetta tvennt virðist vera svar hennar við tómleikanum sem hún fann fyrir frá fráhvarfi föður síns. Angelina og bróðir hennar ólust upp án föður. Áfallið við skilnaðinn og fjarvera föður Angelinu tók sinn toll, og við 14 ára barðist Angie við þunglyndi. Til að ráða við það byrjaði hún að neyta eiturlyfja og skera sig. En sem betur fer náði hún að rífa sig upp úr þessu erfiða tímabili án þess að eyðileggja sig alveg. Og áður en hún náði 16 ára aldri útskrifaðist hún úr Beverly Hills High, einu og hálfu ári fyrr.
Stjarna er fædd
Fyrstu daga hennar sem leikkona, varð útlit Angelinu vandamál. Í fyrstu 100 áheyrnarprófunum sem hún fór í var henni sagt að hún væri of dökk og að eitthvað við hana væri skrýtið. “En ég breyttist ekki, vegna þess að ég held að maður geti það ekki. Ég lærði að taka því vegna þess að þegar ég sé manneskjur sem eru einfaldlega þær sjálfar, finnst mér það frábært. Því að ég veit að, það hefur gert það auðveldara fyrir mig að lifa lífinu eins og ég vil lifa því.”
Eftir að hafa unnið aðeins sem fyrirsæta og leikið nokkur hlutverk í tónlistarmyndböndum, fékk Angelina loksins stóra tækifærið í kvikmyndinni “Hackers” árið 1995 þegar hún var 20 ára. Meðan á tökum stóð kynntist hún fyrri eiginmanni sínum, Johnny Lee Miller.
Svo árið 1998 lék hún tvíkynhneigða heróínfíkilinn og fyrirsætuna Giu Carangi í sjónvarpsmyndinni “Gia”, sem var mikið lofuð af gagnrýnendum. Þá fóru hjólin að snúast. Aðeins 2 árum síðar vann hún Óskarinn, eins og fyrr segir.
Alveg sama hvert hlutverkið er, þá er eitt mál á hreinu: Angie gefur sig alltaf alla í hlutverkið. Í persónugervingu sinni sem tölvuleikjahetjan Lara Croft, leikur hún 97% af áhættuatriðum hennar sjálf, þar með talin hasaratriði neðansjávar.
Uppreisnarseggur með boðskap
Ákveðnin og hugrekkið leiddi Angelinu að aðild hennar við SÞ. Meðan á tökum stóð á fyrstu “Tomb Raider” myndinni í Kambódíu árið 2000, lærði hún að fleiri en 2 milljónir manna hafa verið drepin þar síðan árið 1975 og að um það bil 6-10 milljónir af landnámum voru ennþá grafnar undir jörðinni. “Ég gerði mér ljóst að það var svo mikið af heiminum sem mér var ekki kunnugt um,” segir Angie. “Það var ógnvekjandi að komast að því að fólk lifir svona, eins og skotmörk, á daglegum grunni.” Hún skrifar um ferðalög hennar í netdagbók, sem verður gefin út sem bók núna í haust. Í dagbókinni nefnir hún hvernig vinna hennar með flóttamönnum hefur haft áhrif á hana. “Meirihluti þessa fólks hefur misst fjölskyldur sínar úr stríði.” útskýrir Angie. “Svo mikið af fólki myndi gefa hvað sem er til að sjá einhvern í fjölskyldunni þeirra. Maður skilur hvað við tökum margt sem sjálfsagðan hlut. Það sem er mikilvægast er að allir séu heilbrigðir og lifandi, og að þið getið verið með hvor öðru.”
Horft fram á við
Þó að samband hennar við föður sinn hafi ekki endað vel (þau hafa að því er fréttir herma ekkert talast við síðan hann tilkynnti ættleiðingu Angie við fjölmiðla án hennar leyfis), virðist húnhafa snúið baki við fortíðina. Núna er hún ákveðin í því að skaða öruggt og ástríkt umhverfi fyrir son hennar. Ættleiðing á barni hefur að sjálfsögðu verið meiriháttar breyting. “Hann var skyndilega þarna, og hann var 7 mánaða gamall,” segir hún. “Þetta var skrýtnasti, erfiðasti og dásamlegasti hluturinn sem ég hef á ævinni gert.” Við tvö höfum gengið í gegnum mikið af fyndnum uppákomum, þar sem ég hef gert og lært af mistökum mínum við að ala hann upp. Hann hefur kennt mér hvernig á að vera foreldri.” Og þó að hún hafi ekki ætlað að ala Maddox upp ein, þá er hún ekki að leita að föður fyrir soninn hennar. “Ég er ánægð með að vera ein núna,” segir hún.
Angelina talar ekki sérstaklega um hvað gerðist á milli hennar og Billy Bob, en hún hefur lært mikið um sambönd. En sama hvað gerist næst í ástarlífi hennar, þá hefur Angie aldrei haft meira á hreinu tilgang hennar í lífinu – hvort sem það er að hjálpa flóttamönnum að hefja nýtt líf eða að hlusta á son hennar segja fyrsta orðið. “Lífið mitt snýst alls ekki um lífið mitt núna. Það er upplífgandi.”
Ég finn til, þess vegna er ég