John Christopher Depp II
Johnny fæddist í Owensboro, Kentuckey þann 9 júní 1963. Hann flutti svotil Flórída þegar hann var ungur. Þegar hann var tólf ára keypti mamma hans gítar handa honum sem hann átti svo eftir að nota mikið mikið. Hann hætti í skóla þegar hann var 16 til að fókusera á tónlistina. Hnn spilaði á gítar í hljómsveit sem kallaðist “the Kids” sem hitaði m.a. upp fyrir frægar hljómsveitir og aðra tónlistarmenn. Hann og hljómsveitin fluttist til L.A. og vonuðust til þess að meika það í hörðum heimi tónlistarinnar. Hann giftist í fyrsta sinn um tvítugt. En draumurinn um það að meika það í Borg englanna rættist (því miður, en samt.. þá væri hann ekki leikari í dag er það?!??) ekki. Skilnaður fylgdi í kjölfarið. En á þessum árum datt Johnny í lukkupottinn eiginkona hans kynnti hann fyrir Nickolas Cage. Þótt að í fyrstu hafi þeim ekki líkað við hvorn annan urðu þeir góðir vinir. Nickolas sannfærði hann um að gerast leikari og hann kom Johnny á samning hjá umboðsmanni sínum. Fyrsta áheyrnarpurfan hans var um hlutverk í “A Nightmare on Elm Street”. Mr. Craven, leikstjórinn, spurði dóttur sína hvort að Johnny ætti að fá hlutverkið og hún sagði já. Þótt þetta hafi ekki verið frábær byrjun (að vera étinn í kvikmynd), var ferill Johnny's að hefjast.
Eftir nokkrar myndir og ekki fleiri tilboð, var Johnny sannfærður af umboðsmanni sínum að taka hlutverk í sjónvarpsþættinum “21 Jump Street”. Og fyrst að peningar og hlutverk voru ekki í miklum mæli hjá honum, samþykkti hann. Þátturinn varð vinsæll meðal unglinga og forstjórar hjá FOX TV byrjuðu að kynna Johnny sem týpískt “chocko”. Þótt hann vildi það ekki varð hann alger hjartaknúsari og svalari en svalur! Hann reyndi að losna við hjartaknúsara ýmind sína í næstu mynd sinni “Cry Baby”, og byrjaði að breyta krúttlegri ýmind sinni í alvarlegan leikara. Hann hefur verið tilnefndur til ótalmargra verðlauna og hlotið nokkur.
27 mai, 1999 kl 8:25, varð Johnny faðir í fyrsta skipti. Vanessa Paradis fæddi dóttur þeirra, Lily-Rose Melody Depp, á spítala nálægt París með Johnny sér við hlið. Svo á hann líka yngri son sem er eins árs. Það ber líka að nefna hér að hann var með Winonu Ryder um nokkurt skeið, fyrir soltið löngu… Svo er það auðvitað nýjasta listaverk hans, Pirates of the Caribbean… sem er tær snilld og hann frábær í hlutverki captain Jack Sparrow´s!! Hlakka til að sjá næstu mynd sem sýnd verður á næsta ári!!!!
Fullt nafn: John Christopher Depp III
Gælunafn: “Mr. Stench” sjálfvalið
Fæðingardagur: 9.júní 1969
Faðir: John Christopher
Móðir: Betty Sue Palme
Systkyni: Danny, Christy og Debbie
Hæð: 5'10" eða 1,78
Þyngd: 86 kg
Ferilsbyrjun: Nightmare On Elm Street
Póstfang: 500 S. Sepulveda Blvd.
Suite 500
Los Angeles, CA 90049
Johnny á tvö börn með konu sinni Vanessu Paradis.
Þau heita Lily-Rose Melody Depp, en hún er fædd 27.maí 1999,
og Jack Depp, en hann er fæddur 10.apríl 2002.
Þegar Johnny var trúlofaður Winona Ryder lét hann tattúera
'Winona forever' á handlegginn á sér. Þegar þau slitu sambandinu þá lét hann fjarlægja tvo öftustu stafina úr Winona, a og n, þannig að úr varð ‘Wino forever’.
Hér eru smá staðreyndir um Johnny Depp:
*River Phoenix dó fyrir utan næturklúbbinnn hans
*Hann lék á gítar í hljómsveit sem kallaðist ‘The Kids’
*Hann hefur verið trúlofaður Sherilyn Fenn, Jennifer Grey og
Winona Ryder.
*Var kosin kynþokkafylsti leikari Bretlands allra tíma árið 1995
*Hann ólst upp í Flórída
*Var kosin 2 hæfileikaríkasti leikarinn í Bretlandi
*Uppáhalds sjónvarpsþátturinn hans heitir ‘The Fast Show’
*Börnin hans 2 með Vanessu Paradise heita það sama og tvær aðalpersónurnar í ‘The Legent’ Jack og Lily
*Vanessa Paradise er vinsæl söngkona og textahöfundur í heimalandi
sínu, Frakklandi
Fyrir hlutverk sitt í myndinni Pirates of the Caribbean vildi Depp fá gull í nokkrar tennur en hann vissi að leikstjórinn myndi aldrei samþykkja það þannig að hann fór og fékk sér gull í tennurnar án þess að spurja leikstjórann. Þegar hann kom aftur að sýna leikstjóranum þær fannst honum gull í allt of mörgum þannig að hann þurfti að fara aftur til að láta fjarlægja gull úr nokkrum tönnum.
Frábær leikari að mínu mati!!!!!