Ég hef tekið eftir að það hefur lítið verið skrifað um gömlu stjörnurnar svo ég ákvað að segja aðeins frá frægustu ljósku allra tíma, Marilyn Monroe:
Marilyn fæddist 1 júní 1926 í Los Angeles. Þá hét hún reyndar Norma Jean Mortensen, en hún skipti um nafn þegar hún varð fræg þar sem Norma Jean þótti ekki hæfilegt nafn á kvikmyndastjörnu. Hún ólst að mestu leyti upp á fósturheimilum þar sem enginn vissi hver pabbi hennar var og mamma hennar var geðveik.Þegar hún var 16 ára giftist hún manni að nafni Jim Dougherty. Þegar hún var um 18 ára var hún að vinna í flugvélaverksmiðju þegar ljósmyndari uppgvötaði hana og í kjölfarið byrjaði hún að vinna sem módel.Hún skildi í kjölfarið við Jimmy og fór að sækja leiklistartíma. Árið 1946 skrifaði hún síðan undir samning hjá Twentieth Century Fox, breytti nafni sínu í Marilyn Monroe,fór í nokkrar lýtaaðgerðir og litaði hárið á sér ljóst. Hún fékk nokkur smáhlutverk og vakti fyrst athygli í söngvamyndinni ,,Gentlemen prefer blondes“. Næst á eftir fylgdu ,,How to marry a millonaire”(1954.)Sama ár giftist Marilyn hafnaboltaleikarnum Joe DiMaggio en hjónabandið entist stutt þar sem Jim varð svo afbrýðissamur vegna allrar athyglinnar sem Marilyn fékk. Árið 1955 lék Marilyn í myndinni ,,The seven year itch“ en atriðið fræga, þar sem pilsið á kjólnum hennar fýkur upp, kemur úr einmitt úr þeirri henni. Næsta mynd með henni sem náði eins miklum vinsældum var ,,Some Like it hot” sem þykir ein besta gamanmynd allra tíma. Skömmu áður en hún byrjaði að leika í henni kynntist hún leikritaskáldinu Arthur Miller og giftist honum og reyndist það verða hennar langlífasta hjónaband. Hann skrifaði fyrir hana handritið að kvikmyndinni,,The Misfits" sem var hennar síðasta mynd. Árið 1962 fannst Marilyn Monroe látin í rúminu sínu vegna of stórs skammts af ýmis konar lyfjum og vilja flestir meina að hún hafi framið sjálfsmorð þar sem hún hafði lengi glímt við þunglyndi. Aftur á móti vilja sumir halda því fram að um morð hafi verið að ræða þar sem hún átti oft í ástarsamböndum við menn af Kennedy ættinni og vissi þar af margt sem hún mátti ekki vita.
Myndir sem hún lék í:
Something's Got to Give (1962) …. Ellen Wagstaff Arden
Misfits, The (1961) …. Roslyn Taber
Let's Make Love (1960) …. Amanda Dell
Some Like It Hot (1959) …. Sugar Kane Kowalczyk
Prince and the Showgirl, The (1957) …. Elsie Marina
Bus Stop (1956) …. Cherie
Seven Year Itch, The (1955) …. The Girl
There's No Business Like Show Business (1954) …. Vicky
River of No Return (1954) …. Kay Weston
How to Marry a Millionaire (1953) …. Pola Debevoise
Gentlemen Prefer Blondes (1953) …. Lorelei Lee
Niagara (1953) …. Rose Loomis
Monkey Business (1952) …. Miss Lois Laurel
Don't Bother to Knock (1952) …. Nell Forbes
We're Not Married! (1952) …. Annabel Norris
Clash by Night (1952) …. Peggy
Let's Make It Legal (1951) …. Joyce Mannering
Love Nest (1951) …. Roberta Stevens
As Young as You Feel (1951) …. Harriet
Home Town Story (1951) …. Iris Martin
Right Cross (1950) (uncredited) …. Dusky Ledoux
Fireball, The (1950) …. Polly
All About Eve (1950) …. Miss Caswell
Asphalt Jungle, The (1950) …. Angela Phinlay
Ticket to Tomahawk, A (1950) (uncredited) …. Clara
Love Happy (1950) …. Grunion's Client
Ladies of the Chorus (1948) …. Peggy Martin
Scudda Hoo! Scudda Hay! (1948) (uncredited) …. Girl in Canoe
Dangerous Years (1947) …. Evie
Shocking Miss Pilgrim, The (1947) (uncredited) …. Bit Part