Nokkrar staðreyndir um Britney

Fullt nafn: Britney Jean Spears
Foreldrar: Lynne og Jamie Spears
Systkini: Brian og Jamie Lynn Spears
Hæð: 165 cm
Heimabær: Kentwood, Louisiana
Afmælisdagur: 2. desember (1981)
Fyrirmynd: Madonna
Uppáhalds matur: Mömmu matur
Uppáhalds litur: Ljós blár
Uppáhalds bíómynd: Steel Magnolias
Uppáhalds lag: Purple Rain með Prince
Uppáhalds íþrótt: Körfubolti
Uppáhalds leikari: Ben Affleck
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends og Beðmál í borginni
Það sem henni líkar ekki við sig: Fæturnir
Tattú: Með eitt á rófubeininu, eitt á náranum og eitt á
fætinum.


Britney Jean Spears er fædd 2 desember 1981. Foreldrar hennar eru Lynne og Jamie Spears. Britney er fædd í Kentwood Louisiana, þar sem hún býr nú. Britney var alltaf að reyna vera miðpunktur athyglarinnar hvort sem það var dans og söngur eða sparka og öskra. Britney og besta vinkona hennar Laura Lynne byrjuðu að koma fram í hæfileikakeppnum um fjögurra ára gamlar, ekki vissi þá áhorfendurnir hvað þessi stúlka myndi verða sextán árum seinna. Móðir hennar uppgötvaði hæfileikar hennar og skráði hana í margar söng uppákomur, eins og kirkjukórinn. Hún var ekki aðeins með sönghæfileika einnig kom í ljós að hún var mikil íþróttafrík og hafði gaman af leikfimi einnig hafði hún rosalega gaman af dansi. Fjölskylda hennar keyrði hana í dans tíma sem voru klukkutímum frá heimili hennar til að hún gæti afrekað markmið sitt. Eftir að hafa gert ýmislegt með þennan hæfileika um 9 ára aldurinn sá mamma hennar að það var verið að halda áheyrnarpróf í Mikka mús klúbbinn, sem Britney tók þátt í. Britney var hafnað því hún var of ung. Eftir að hafa komið fram í Broadway sýningu fór Britney aftur í Mikka mús klúbbinn en í þetta sinn tókst henni að komast inn. Þetta var var bara byrjunin.Mikki mús klúbburinn var lagður niður eftir tvö ár og Britney fór aftur til Kentwood þar sem hún sótti eitt venjulegt ár í high school, þar átti hún kærasta sem heitir Mason og var hún hans skóladrottnig. En henni leiddist og vildi fara aftur í sviðsljósið, hún hafði samband við skemmtanarstjóra og flaug til New York til að fara í áheyrnarpróf fyrir stelpu hljómsveit sem heitir “Innonsense”. En Britney vildi frekar sóló og hún fór í áheyrnarpróf fyrir framkvæmdarstjóra Jive Records, þau urðu strax hrifin og gáfu henni strax samning. Britney fór til Stokkhólmar í Svíþjóð í Cheiron stúdíó til að taka upp plötu með Max Martin. Tólfta Janúar 1999 var platan gefin út. Platan sameinaðist af kynþokka en samt mjög vel sungið. Mikið er um dans og seldist platan eins og heitar lummur. Heimurinn var kynntur fyrir nýrri “poppprinsessu” og nafnið Britney Spears varð kunnulegt nafn fyrir öllum. Það er ekki erfitt að skilja af hverju fyrsta platan hennar “Baby One More Time” var seld yfir tuttugu milljónir eintaka yfir heim allan. Smáskífu eftir smáskífu og smell eftir smell var Britney að verða vinsælli og vinsælli með tímanum og eftir að hafa fimm topp smelli eftir öðrum kom hún með aðra plötu"Oops….I Did It Again! sem seldist yfir tvær milljónir eintaka á fyrstu vikuna. Á þessari plötu samdi hún meira að segja nokkur lög til að sanna fyrir fólki hver hún væri. Meðfram leiðinni til velgengis varð Britney að horfast í augu við það vandamál um kynlíf sem allir voru að tala um. Hún var að flagga því en þurfti samt lýsa yfir meydómnum. Snemma í ferlinum meiddist hún á fæti og neyddist til að fara í aðgerð en þá kom sá orðómur að hún hafi leigist undir hnífinn til að stækka á sér brjóstin. Britney yppti bara öxlum yfir þessum orðrómi og varð bara kynþokkafyllri en áður. Þessi deila lét plötuna æða upp! Hlutirnir róuðust þangað til MTV verðlaunahátíðinni 2000 þar sem hún kom fram í litlum fötum og danshreyfingarnar svona á kynþokkafyllri nótunum. Þetta atriðið kom af stað öðrum og stærri orðrómi um Britney og neikvætt orðspor gagnvart henni. Flestar konur voru hneykslaðar af sýningunni á MTV verðlaunahátiðinni. En Britney hélt áfram og sagðist bara vera hún sjálf og ætlar ekkert að breytast, hún er ekki hrædd við að sýna líkamann. Eftir Oops.. I Did It Again plötuna vildi hún prufa eitthvað nýtt og öðruvísi. Hún hafði akveðið að leika í bíómynd og hafði skoðað óteljandi handrit en hún fann ekkert sem hún gæti gefið sig alla í svo hún kom bara með sína eigin hugmynd að mynd. Hún náði saman leikstjórum og handritshöfundum og tók upp sína fyrstu mynd. Fyrst hafði myndin ekkert nafn, en hún átti að heita What Are Friends For (Til hvers eru vinir) en í lokin var ákveðið að hún myndi heita Crossroads. Britney leikur Lucy sem er dúx í skólanum sínum. Eftir að hafa tekið upp myndina fór hún að vinna í þriðju plötunni sinni en þessi plata átti að vera öðruvísi. Hún ætlaði að vera meira með R&B og Rokk í lögunum og hún samdi einnig fimm lög á plötunni. Þessi plata var kölluð Britney og var gefin út sjötta nóvember 2001 og lenti hún númer eitt all staðar. Eftir að hafa kynnt nýjustu myndina sína í sjónvarpi og gefið út nýtt myndband, Not A Girl, var Crossroads frumsýnd á hvíta tjaldinu sextánda Febrúar 2002. Myndin fór beint númer eitt og hélt sér þar inni í topp tíu næsta einn og hálfan mánuð og þénaði meira en aðrar myndir fyrstu tvær vikurnar. Britney var nú hyllt sem hæfileikaríka leikkonan en hvað var næst á dagskránni hjá henni? Britney fór til baka og hélt tónleika um Bandaríkin sem voru kölluð Dream Within A Dream túrinn. Eftir allt baslið tók stelpan sér sex mánaða frí til að fá að vera hún. Eftir pásuna stefnir hún að taka upp aðra mynd og vinna í annarri plötu. Við bara vonumst það besta hjá Britney Spears.