~Nicole Kidman~ Mér langar að gera grein um uppáhalds leikkonu mína og bara átrúnaðargoðið mitt;)
Nicole Kidman…
——————————————– ————-
Hún var skírð Nicole Mary Kidman og er kölluð Nic. Fædd á Honolulu Hawaii en svo fluttist fjölskyldan til Washington D.C. þar sem faðir Nicole vann að rannsóknum sínum á brjóstakrabbameini
Þremur árum síðar flutti fjölskyldan til Sydney í Ástralíu og þar er Nicole að mestu alin upp.
Nicole er með ljósa húð og rautt hár og er 1.79 cm að hæð.
Fyrsta ástríðan hjá Nicole var ballett en fór síðar að læra leiklist og hennar fyrsta hlutverk á sviði var að leika kind í jólaleikriti í grunnskóla. Á unglingsárunum véku öll áhugamál Nicole fyrir leiklistinni og hún var þekkt sem uppreisnargjörn og mjög skemmtileg og fjörug. Hún vann í leikhúsi, Philip Street Theater, þar sem hún fékk einu sinni lofbréf frá áhorfanda í salnum sem var sjálf Jane Campion, sem var þá í kvikmyndagerðarnámi.

Kidman hætti í framhaldsskólanámi og fór að einbeita sér eingöngu að leiklistinni. Hún fékk sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd aðeins 16 ára gömul í ástralskri mynd sem heitir Bush Christmas (1983). Það hlutverk kom henni áfram og hún fékk fjölda tilboða í sjónvarpsþáttum og sjónvarpsmyndum og þar á meðal var henni boðið aðalhlutverk í sjónvarpsþáttunum BMX Bandits (1983) og einnig lék hún í míniseríunni “Vietnam” (1986) og fyrir það hlutverk vann hún sín fyrstu verðlaun, Australian Film Institute Award). Með hjálp bandarísks umboðsmanns fékk hún loksins hlutverk í amerískri bíómynd og lék á móti Sam Neill í spennumyndinni Dead Calm (1989).

Næsta hlutverk Nicole vakti mikla athygli en þá lék hún á móti Tom Cruise sem læknir og ástkona hans í kappakstursmyndinni Days of Thunder (1990). Eftir þetta hlutverk hennar fór hún að vekja verulega athygli í Hollywood og ekki vakti hún minni athygli þegar hún giftist Tom Cruise á aðfangadag 1990.
Nicole var ákveðin í að láta hjónabandið ekki skyggja á frama sinn í Hollywood. Hún lék í nokkrum myndum sem fengu þó ekki neitt sérstaka dóma Flirting (1991), Billy Bathgate (1991) og svo lék hún aftur á móti Tom Cruise í Far and Away (1992) og loks á móti Michael Keaton í My Life (1993).

Þrátt fyrir mikil afköst þá var Nicole ekki að heilla gagnrýnendur og henni gekk illa að fá hlutverk sem aðalleikona í myndum. Hún reyndi að fríska upp á ímynd sína með því að leika á móti Val Kilmer í Batman Forever (1995), en fékk svo loks alvöru tækifæri hjá Gus Van Sant's í myndinni To Die for (1995). Fyrir það hlutverk sitt fékk hún Golden Globe verðlaunin.

Árið 1996, fékk Kidman tækifæri til að vinna með gömlum aðdáanda sínum og samlanda Jane Campion í myndinni Portrait of a Lady, The (1996). Nokkrum mánuðum síðar fékk hún hlutverk sem Kjarnorku vísindamaður í spennumyndinni Peacemaker á móti hjartaknúsaranum George Clooney.
Árið 1999 lágu leiðir Crusie og Kidman aftur saman í kvikmyndinni Eyes Wide Shut eftir leikstjórann Stanley Kubric sem reyndi mjög svo á samband þeirra en þetta var erótísk kvikmynd. Miklar kjaftasögur voru í gangi um ástarlíf þeirra hjóna og sagt var að hjónaband þeirra væri sýndarmennska þar sem Tom Cruise væri hommi og að þau hefðu þurft kynlífsráðgjafa við tökurnar til að ná ástarsenum þeirra trúverðugum.

Fjölskyldulífið hefur ávallt verið í forgang hjá Kidman. Hún og Tom ættleiddu tvö börn: Isabella Jane (fædd 1993) og Connor Antony (fæddur 1995). Þrátt fyrir ítrustu tilraunir þá tilkynntu Tom og Nicole skilnað árið 2001 þar sem um ágreining og árekstra í leiklistarframa væri um að kenna.

Árið 2000 lék Nicole Kidman í myndinni Moulin Rouge og meðan á æfingum stóð þá rifbeinsbrotnaði Nicole en þar sýndi hún á sér nýja hlið með mögnuðum dans- og söngatriðum. Gera þurfti hlé á tökum myndarinnar á meðan Nicole jafnaði sig á brotinu en myndin var frumsýnd árið 2001. Nicole hlaut Golden Globe verðlaunin öðru sinni fyrir leik sinn í myndinni árið 2002.

Árið 1999 var Nicole valin ein af 50 fallegustu konum í heimi af People Magazine.


var NiÁrið 1996 cole valin ein af 50 fallegustu konum í heimi af People (USA).

Nicole söng ásamt Robbie Williams dúettinn “Something Stupid”, árið 2001.
Árið 2001 lék Nicole í myndinni The Others og hlaut góða dóma fyrir það hlutverk. Til stóð að hún myndi leika í myndinni Panic Room (2002), en vegna meiðsla sem hún hlaut við tökur á Moulin Rouge þá gat hún ekki tekið að sér það hlutverk.

Árið 2002 var Nicole valin ein af 50 fallegustu konum í heimi af People Magazine.

Þó Nicole sé að eðlisfari örvhent þá kenndi hún sér að skrifa með hægri fyrir hlutverk sitt í The Hours (2002), þar sem hún lék Virginiu Woolf.

Hún fékk stjörnu sína í gangstéttina á Hollywood Walk of Fame (13. janúar 2003)

Fékk að vita að hún væri tilnefnd til Óskarsverðlauna í fyrsta sinn fyrir Moulin Rouge (2001), á meðan á tökum stóð á Dogville (2003) í Svíþjóð.

Var í 31. sæti yfir áhrifamesta fólk í heiminum árið 2003 en hafði verið í 83. sæti árið 2002.

Varð fyrst ástralskra kvenna til að vinna Óskarsverðlaun árið 2002.
Árið 2003 lék Nicole Kidman m.a. í myndunum Cold Mountain sem tilnefnd var til Golden Globe verðlaunanna og í myndinni Human Stain. Þessar myndir verða frumsýndar á næstunni í Sambíóunum og Háskólabíó.

Launatölur Nicole Kidman:
Stepford Wives, The (2004) $15,000,000
Cold Mountain (2003) $15,000,000
Hours, The (2002) $7,500,000
Moulin Rouge (2001) $7,000,000
Practical Magic (1998) $6,000,000
—————————————————– ——-

Endilega segið mér hvað ykkur finnst um hana og um greinina:D

Unakidman