Viggo er fæddur 20. október 1958, í Ameríku. Pabbi hans, Viggo Mortensen Sr, er Dani en mamma hans Ameríkani. Þegar Viggo var lítill flutti fjölskyldan oft og hefur hann ma. búið í Argentínu, Venesúela og Danmörku. Hans danska eðli er sterkt í honum og talar hann dönsku reiprennandi. Auk þess talar hann spænsku. Hann getur auk þess klórað sig léttilega fram úr norsku og sænsku.
Þegar hann var lítill las pabbi hans alltaf fyrir hann Íslendingasögurnar og lærði Viggo fljótt að meta Ísland og sögur landsins. Hann hefur komið hingað nokkrum sinnum og sumir vilja meina að hann hafi komið oftar en blöðin hafa sagt frá ;)
Viggo kynntist árið 1987 pönksöngkonunni Christine Cervenka (Exene) og gengu þau í hjónaband sama ár. Ári seinna kom svo sonur þeirra í heiminn og fékk hann nafnið Henry Blake Mortensen. Henry er skírður í höfuðið á föðurbróður Viggos sem Viggo var mikið með í æsku.
Árið 1985 kom Viggo fram í sinni fyrstu kvikmynd, Witness. Síðan þá hefur hann leikið í um 40 myndum og frægastar eru auðvitað myndirnar um Hringinn, þar sem hann fór, eins og allir vita, með hlutverk hins stórkostlega Aragorns. Af öðrum myndum má nefna A perfect murder þar sem hann fór með hlutverk viðhalds Gwyneth Patrol, A walk on the moon þar sem hann lék ástmann Diane Lane, í þeirri mynd eru virkilega flott ástaratriði ;) og The Indian Runner en þar kemur Viggo alveg nakinn fram ;)
Auk þess að vera leikari er Viggo ljóðskáld, listmálari og ljósmyndari. Hann hefur líka gefið út geisladiska með lögum/ljóðum. Ásamt því að hafa haldið þónokkrar sýningar á verkum sínum.
Liv Tyler sem leikur Arwen í Hringadróttinssögu sagði um Viggo: “Konur elska Viggo, en hann er einn af þessum mönnum sem líta aldrei í spegil. Á tökustað vorum við með spegla fyrir framan okkur í förðun. Spegilinn hans Viggo var þakinn af myndum af vinum hans, ættingjum og syni hans. Hann var sá eini af okkur sem fékk aldrei nudd. Ekki einu sinni.”
Núna er ný komin út í Bandaríkjunum myndin Hidalgo með honum í aðalhlutverki og er hann á fullu að kynna hana. Viggo hefur reyndar aldrei verið mikið fyrir sviðsljósið og reynt að forðast að vera í því. Einn af hann sérstöku “siðum” er að honum finnst best að vera berfættur og má sjá það á mörgum myndum sem teknar hafa verið af honum.
Í desember síðastliðnum bárust fréttir af því að hann væri að deita bresku leikkonuna Josie D'Arby en í nýju viðtali segist hann vera á lausu, svo nú er um að gera fyrir íslenskar konur með Viggo æði að reyna að ná í kappann ;) ;) ;)