Hæ ég vildi bara vita hverjir halda uppá Johnny Depp. Það eru svo skiptar skoðanir á þessum ágætis leikara. Hann er hataður og elskaður….það er eitthvað við þennan mann.
Hér er smá samantekt um hann
John Christopher Depp II
Líf Johnny's hófst í Owensboro, Kentuckey 9 júní 1963. Hann flutti til Miramar, Flórída þegar hann var mjög ungur. Þegar hann var tólf ára keypti mamma hans gítar handa honum sem varð að þráhyggju hjá honum eftir það. Johnny ákvað að hætta í skóla þegar hann var 16 til að einbeita sér að tónlistini. Hnn spilaði á gítar í hljómsveit sem kallaðist the Kids sem hitaði upp fyrir frægar grúppur og tónlistarmenn m.a Iggy Pop. Hann og hljómsveitin fluttist til Los Angeles með von um mikinn frama. Hann giftist tvítugur. En draumurinn um frama rættist ekki alveg og hann og vinir hans þurftu að selja penna símleiðis til að ná endum saman. Skilnaður fylgdi í kjölfarið. En á þessum árum datt Johnny í lukkupottinn eiginkona hans kynnti hann fyrir Nicholas Cage. Þótt að í fyrstu hafi þeim ekki líkað við hvorn annan urðu þeir góðir vinir. Nicolas sannfærði hann um að gerast leikari og hann kom Johnny á samning hjá umboðsmanni sínum. Fyrsta áheyrnarpurfan hans var um hlutverk í “A Nightmare on Elm Street”. Mr. Craven, leikstjórinn, spurði dóttur sína hvort að Johnny ætti að fá hlutverkið og hún sagði já. Þótt þetta hafi ekki verið frábær byrjun (að vera étinn í kvikmynd), var ferill Johnny's að hefjast.
Eftir nokkrar myndir og engin fleyri tilboð, var Johnny sannfærður af umboðsmanni sínum að taka hlutverk í sjónvarpsþættinum “21 Jump Street”. Og fyrst að peningar og hlutverk voru ekki að birtast, og honum fanst að þátturinn mundi ekki vara lengi, samþykkti hann. Þátturinn varð vinsæll meðal unglinga og FOX TV forstórar byrjuðu að kynna Johnny sem týpískan súkkulaðistrák. Á móti hans vija, varð hann karlkyns hjartaknúsari, alsherjar tákn þess að vara svalari en svalur, og sjónvarpsþátturinn entist í fjögur ár. Hann reyndi að bæla niður hjartaknúsara ýmind sína í næstu mynd sinni “Cry Baby”, og byrjaði að breyta krúttaralegri ýmind sinni í alvarlegan leikara. Hann hefur verið tilnefndur til þriggja Gloden Globe verðlauna fyrir frammistöðu sína í “Edward Scissorhands”, “Benny and Joon” og “Ed Wood”.
27 mai, 1999 kl 8:25, varð Johnny faðir í fyrsta skiptið. Vanessa Paradis fæddi dóttur þeirra, Lily-Rose Melody Depp, á spítala nálægt París með Johnny sér við hlið.
Vona að ykkur líkar þetta…Johnny Rocks!!!