Dominic Monaghan Dominic Monaghan er einn leikaranna úr Lord of the rings myndunum sem er að gera það gott þessa dagana. Dominic er uppáhalds leikarinn minn úr myndunum og leikur, eins og flestir ættu að vita, Merry Brandybuck, einn af hobbitunum fjórum.

Dominic er fæddur 8.desember árið 1976 í Berlín í Þýskalandi en flutti til Manchester með foreldrum sínum þegar hann var 12 ára.
Hann er með brúnt hár, gráblá augu og reykir ekki.
Hann er einhleypur og segist alltaf vera að leita…. ;)

smá svona useless information um hann :) :

uppáhalds fótboltalið: Manchester united. MJÖÖÖÖÖÖG mikill aðdáandi!

uppáhalds fótboltamaður: Roy Keane, Beckham eða Ryan Giggs

uppáhalds tónlist: Elvis, Stevie Wonder, Coldplay, Radiohead, David Grey, en þó aðallega Bítlarnir.

uppáhalds bíómyndir: The godfather, The deer hunter, Awakenings, Grosse point blank.

uppáhalds sjónvarpsþáttur: the Simpsons og Larry Sanders show

uppáhalds leikari: Robert De Niro

uppáhalds leikstjóri: Peter Jackson, Martin Scorcese og David Fincher.

uppáhalds hetjurnar: John Lennon, Eric Cantona, Ian Brown úr The Stone Roses og Jeff Noon

uppáhalds matur: tælenskur matur, sushi, lasagna-ð sem að mamma hans gerir og kjúklinga snitselið sem að mamma hans gerir.

uppáhalds bækur: Lord of the rings, American Psycho og Vurt

uppáhalds höfundar: Jeff Noon, Brett Easton Ellis og Peter Guarlnick

áhugamál: tónlist, kvikmyndir, tíska, fótbolti, Bítlarnir, skordýr, brimbretti, dömur.

Domnic er illa við: kynþáttahatur, kynjamismun, fordóma gagnvart samkynhneigðum, ofbeldishneigð, ókurteisi og konur sem að reykja.



Dominic Monaghan var ekki mjög þekktur hérlendis eða í Bandaríkjunum áður en hann nældi sér í hlutverk í Lord of the rings, en einmitt vegna þessara mynda er hann að slá í gegn.

Kvikmyndir:

An Insomniac’s Nightmare
Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
Lord of the Rings: The Two Towers
Lord of the Rings: The Return of the King
Spivs
Hostile Waters
The Purifiers
Shooting Livien

Sjónvarp:

This is Personal: The Hunt for the Yorkshire Ripper
Monsignor Renard
Hetty Wainthropp Investigates

Útvarpsleikrit:

Stockport….So Good They Named it Once

Leikrit á sviði:

Annie & Fanny from Bolton to Rome
The Resurrectionists


Dominic talar með breskum hreim, eins og heyra má í Lotr myndunum, en auk enskunnar talar hann þýsku reiprennandi.


Einn af uppáhalds quote-um mínum sem að Dominic hefur sagt er þessi, um Lord of the rings:

“ Ég mun ekki sakna að hafa þurfað að standa í tvo klukkutíma klukkan 4:30 og láta ískalt lím á fæturnar á mér. Ég mun ekki sakna tveggja tíma keyrslu til vinnu eða langa, langa, langa daga sitjandi daga sitjandi í hjólhýsinu mínu bíðandi…bíðandi…bíðandi. Ég mun ekki sakna þess að hafa einn dag frían í viku. Ég mun ekki sakna þess að hafa lím í eyrunum mínum. En ég myndi gera þetta allt aftur á morgunn.”


takk fyrir mig,
sillymoo


heimildir:
http://www.theonering.n et/movie/cast/monaghan.html
http://unofficialdom.fateb ack.com/home.html
http://dominic.delicious-blue.org/