Núna ætla ég að segja ykkur frá hinum stórmerkilega listamanni Gunnari Gíslasyni eða eins og hann er þekktur í daglegu tali Dr. Gunni.
Dr. Gunni fæddist árið 1965 í Kópavogi og ólst þar upp. Hann byrjaði í Kársnesskóla og þótti góður námsmaður en hugur hans leitaði annað. Gísli faðir hans sem var starfandi geðlæknir hvatti hann alltaf til að verða læknir. Og hér kemur það sem fæstir vita um Gunna. Hann er einmitt menntaður heimilislæknir. Hann starfaði þó aldrei sem slíkur og var á fullu í tónlistinni og starfaði “part-time” á Heilsugæslustöðinni í Kópavogi sem afleysingalæknir.
Músíkin höfðaði þó meira til Gunna og fór Doktorinn að verða þekkt nafn á pubbum borgarinnar. Hann spilaði meðal annars með sykurmolunum og ham. Var hann iðinn músikant og var duglegur að skrifa tónlista greinar í ýmsum blöðum borgarinnar.
Það var þó ekki eina sem hann gerði því Doktorinn átti fleiri áhugamál en tónlist. Hann hóf árið 1992 að safna Hawaii skyrtum og á yfir 200 talsins. Margar hafa sést í þætti þeirra skallabræðra Popppunkti. Popppunktur hafði lengi verið draumur Gunna. Spurningaþáttur fyrir tónlistarunnandan. Hann fékk Felix Bergsson til liðs við sig eftir að Bubbi Morthens neitaði að leika spyril. Þátturinn hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda.
Löngum hafa ástarmál doktorsins verið í pressuni. Árið 1984 var hann sagður í tygjum við Andreu Gylfadóttur en nú er hann harðgiftur og villtu árin að baki.
Nýlega gaf Doktorinn út lagið Homo Sapiens og hefur hlotið góð viðbrögð. Hann segir sjálfur að framtíðin sé björt og mikið framundan.