Sacha Baron Cohen Kannski þekkja ekki margir nafnið Sacha Baron Cohen, en allir þekkja karakterinn sem hann leikur, Ali G. Ég ætla að segja ykkur aðeins frá Sacha Baron Cohen.

Hann er fæddur í desember 1970. Mamma hans, Daniella er Ísraelsk og pabbi hans Gerard er Velskur. Á yngri árum hafði hann mestan áhuga á körfubolta, en 19 ára hætti hann því og gekk í gyðingaleikhóp(þarsem hann er gyðingur sjálfur.) Svo flutti hann til Ísrael í ár, til að hitta móðurættina og læra um trú sína. Svo fór hann í Christ College Cambridge Uniiversity að læra sögu og um ýmsa minnihlutahópa þarsem hann er af svörtum og gyðingaættum. En meðan hann var í náminu tók hann upp að leika með leikfélagi skólans og setti upp margar útgáfur af ýmsum leikverkum, t.d. Fiðlarinn á þakinu. Eftir að hafa útskrifast árið 1996 var hann ráðinn á Paramount Comedy Channel til að leika Austurrískann fréttamann að nafni Bruno sem spurði fræga breta að ýmsum spurningum.

Þetta hlutverk tryggði honum hlutverk í \'The 11 o clock news\' sem Ali G(Alistair Leslie Graham -fullt nafn Ali G) árið 1998,ghetto hund úr Staines sem býr hjá ömmu sinni og kærasta hans er \'My Julie\', en Ali átti að vera maður sem átti að senda unglingum skilaboð um hvað væri slæmt og hvað væri gott. Þegar hann gekk til liðs við þáttin jukust vinsældir hans til muna. Svo vildi stöð 4 sem gerði \'The 11 o clock news\' fá sérþátt um Ali G og hann samþykti og þá byrjuðu vinsældir \'11 o clock news\' að minnka verulega. Þegar að hann vann að \'The 11 o clock news\' fékk hann verðlaun sem besti grínisti bretlands árið 1999.

Árið 2000 hófst svo \'Da Ali G Show\'. Gagnrýnendur voru búnir að rakka hann niður en þurftu svo að taka orð sín til baka þegar að fyrsta útsending sló öll met. Ali G var mjög umdeildur útaf \“ráðleggingum sínum\” til ungs fólks(sjáiði bara þáttinn :) ). Einnig lék hann Kasakstanskan fréttamann að nafni Borat sem kynnti sér Bretland, sem er mjög fyndið. Ali G gerði grín að öllum sem hann fékk til sín og þátturinn var gífurlega vinsæll. MAdonna vildi svo fá hann í tónlistarvideo sitt við lagið \'Music\'

Hann ákvað svo að gera heila bíómynd tileinkaða Ali G, en hún þótti afar umdeild m.a. með atriðið með Bretadrottningu, en myndin varð þrátt fyrir það ein vinsælasta mynd í sögu Bretlands.

Sacha er trúlofaður Isla Fisher sem er breskt módel og leikkona, sem lék M.a í Scooby Doo.

Þáttur Ali\'s sem átti að sýna í bandaríkjunum var Bannaður útaf því að hann hneykslaði kanann mikið, m.a. þurfti hann að hlaupa á brott undan nýnasista eftir að hafa móðgað hann og hann var kærður fyrir að móðga femínistaleiðtoga.