Britney Spears er að fara að senda frá sér nýjan geisladisk eins og flest allir vita. Þetta er fjórða breiðskífa Britney og mun hún bera nafnið “In the zone”. Nú þegar er lag komið af disknum í spilun hér á klakanum á öllum helstu útvarpsstöðvum og er það enginn önnur en Madonna sem syngur með Britney í laginu “Me Against The Music”.
Lagið “Me Against The Music” var skrifað af Britney en hún skrifaði 7 af þeim 13 lögum sem eru á disknum. Hún fékk marga tónlistarmenn til að syngja með sér og má þar t.d. nefna Moby, Bloodsy & Avant, Guy Sigsworth og R. Kelly. Persónulega finnst mér lagið (Me Against The Music) bara fínt en dálítið “öðruvísi” heldur en það sem hún hefur verið að senda frá sér hingað til.
Mér finnst eins og “stúlkuímynd” Britney sé breytt. Hún var alltaf þessi saklausa fyrirmynd sem var hrein mey og ég veit ekki hvað og allar stelpur litu upp til hennar en er það góð fyrirmynd að vera í sleik upp á sviði og klæða sig svona druslulega??? Ég var að lesa það að hún hafi dansað strippdans á þremur næturklúbbum í New York um daginn í bleikum glitrandi brjóstahaldara og örlitlu mínípilsi. Uppátækið var víst tekið upp og hyggst MTV nota efnið til að kynna nýju plötuna. Ekki veit ég hvort þetta er satt en ég held bara að stúlkukindin hafi breyst í þessu fríi sem hún tók sér fyrir ári :) En allavega kemur diskurinn út 18. nóvember og hér er svo listinn yfir lögin sem eru á disknum…
1. Me Against The Music featuring Madonna
2. Breathe on Me
3. Showdown
4. (I Got That) Boom Boom featuring the Ying Yang Twins
5. Early Morning
6. Toxic
7. Outrageous
8. Touch of my Hand
9. The Hook Up
10. Shadow
11. Brave New Girl
12. Everytime
13. Me Against the Music (Rishi Rich's Desi Kulcha Remix)
14. Bonus track TBC
Njótið vel og endilega komið með comment ;)