
Ashley Williams
Þið þekkið kanski Ashley Williams úr Good morning Miami þáttunum sem eru sýndir á RÚV.
Ashley fékk sér umboðsmann 14 ára gömul og fékk þá fysta hlutverk sitt í auglýsingu en á meðan lék hún einnig í skólaleikritum.
Fyrsta stóra hlutverkið hennar var í þáttum sem hétu As the World Turns og í þeim þáttum lék hún Dani sem var námsfúsa “the girl next door” sem að lokum gerðist upreysnaseggur. Hún lék í þessum þáttum í tvö ár og byrjaði að leika í þeim þegar hún var á öðru ári í menntaskóla. Hún fékk hlutverkið sem Dylan í Good morning Miami þegar hún var 23 ára gömul.
Kimberly Williams
Kimberly Williams er fædd September 14, 1971. Kimberly byrjaði að leika í auglýsingum sem unglingur. Eftir menntaskóla byrjaði hún í School of Speechat Northwestern University og var valin af hundruðum til að leika stórt hlutverk í mynd. Myndin var father of the bride þar sem hún lék dóttur Steve Martins, Kimberly fékk mikla athygli eftir það hlutverk.
Eftir að hafa leikið í father of the Bride byrjaði Kimberly aftur í skóla en eftir að hún útskrifaðist lék hún í drama myndinni Indian Summer.
Nú leikur Kimberly Danu í According to Jim sem er sýndur á skjá einum. Hún er ný gift country söngvaranum Brad Paisley og mér skilst að hún er búin að breyta nafninu sínu í Kimberly Williams-Paisley.