Hvort sem ykkur líkar það eða ekki þá kemur fjórða Britney Spears platan út 18.nóvember í Bandaríkjunum eða líklega 17.nóvember á Íslandi. Fyrsta lagið/myndbandið heitir “Me Against The Music” og engin önnur en Madonna hjálpaði henni með að semja lagið og syngur það líka með henni.
Staðfest lög eru “Me Against The Music”, “Brave Girl”, “Touch Of My Hand”, “Everytime”, “Early Morning”, “Breath On Me”, “Outrageous”, “Toxic Guy” og “Chaotic”.
Lagahöfundur sem hún vann með eru t.d. P.Diddy, Moby, Madonna, R.Kelly, The Matrix og fleiri. En Britney samdi 7 lög og framleiddi 1.
Það verður byrjað að spila “Me Against The Music” á útvarpsrásum í byrjun október en myndbandið kemur svo út u.þ.b. hálfum mánuði seinna. Það verður gaman að fylgjast með hvernig þetta dúett verður sem margir hafa beðið eftir í nokkur ár eða frá því að slúðurblöðin byrjuðu fyrst að nefna hugsanlegt dúett á milli þeirra.
Auðvitað er ekki hægt að vita hversu góð platan verður án þess að hafa heyrt hana en miða við að hún tók lengri tíma í að gera þessa plötu en vanalega og með nýjum lagaframleiðendum þá get ég alveg trúað því að þetta verði besta plata sem hún hefur gert.
Verður spennandi að komast að því : )