Faðir hennar heitir Peter og mamma hennar Anne (mamma hennar er frönsk í aðra ættina og skosk í hina)
Þegar Rowling var 6 ára skirfaði hún sína fyrstu sögu, um kanínu sem fær mislinga.
Árið 1976 byrjar Rowling í Wyedean Comprehensive, sem er ekki einkaskóli en það er skóli skammt frá sem er með heimavistir sem nefnast Armstrong, Bannister, Chichester og Hillary. Elsti og besti trúnaðarvinur hennar er Sean Harris (fyrirmyndin að RON WEASLEY). Hún segir vinum sínum sögur í hádegishléinu. Hún lýsir sjálfri sér á þessum tíma sem stelpu með búllukinnar og gleraugu (fyrirmyndin að HERMIONE) og er með lítið sjálfstraust þar til hún fær sér snertilinsur.
Rowling er svo útnefnd „Head Girl“ eða fyrirmyndarnemandi í Wyedean Comprehensive árið 1982
Árið 1990 þegar Joanne er í lest á milli Manchester og KING'S CROSS í London þegar persóna Harry Potter stígur fullsköpuð inn í huga hennar og hún fer að skapa heiminn í Hogwart-galdraskólanum. Því miður hefur hún engan penna eða pappír á sér svo hún leggur þetta allt á minnið.
Móðir hennar Anne greindist með MS (Multiple Sclerosis) árið 1980 og deyr úr MS 1990 45. ára að aldri.
Árið 1991 þegar Rowling er orðin 26 ára fer hún til Oporto í Portúgal að kenna ensku. Hún skrifar tíu mismunandi útgáfur af fyrsta kafla Harry Potter og viskusteinsins. Finnur upp nöfnin á heimavistunum í Hogwart og skrifar þau á ælupoka í flugvél.
Árið 1992 giftist hún portúgölskum sjónvarpsfréttamanni. Eignast hún með honum dótturina Jessicu árið 1993, sama ár skilur hún við mann sinn og flytur heim til Bretlands með dótturina, til Edinborgar á Skotlandi þar sem systir hennar, Di, býr. Með ferðatösku hálffulla af Harry Potter sögum.
Svo árið 1994 segir Joanne Di systur sinni söguna af Harry Potter. Di er sem betur fer hrifin af henni. Rowling er föst í slæmri aðstöðu sem margir fátækir þekkja - hún býr í tveggja herbergja íbúð, fær ekki pláss á ríkisreknu dagheimili fyrir Jessicu og hefur ekki efni á einkapössun nema hún hafi vinnu. Hún gengur í gegnum þunglyndistímabil (sem vekur hjá henni hugmyndina um „DEMENTORS“ eða vitsugurnar). Henni tekst að lifa af 69 pundum (um 8.400 kr.) á viku og sleppir úr máltíðum til að safna peningum fyrir Jessicu.
Árið 1995 lýkur hún bókinni og vélritar handritið á ritvél sem hún kaupir á 5.000 kr. Hún hefur ekki efni á að láta ljósrita handritið svo hún vélritar það allt upp á nýtt. Hún fer á bókasafnið og flettir upp nöfnum á umboðsmönnum og útgefendum. Sendir handrit til tveggja umboðsmanna og eins útgefanda.
Umboðsmaðurinn Christopher Little finnur rétta útgefandann, Bloomsbury.
Í febrúar 1997 fær hún styrk frá skoska listamannasjóðnum upp á tæpa milljón ÍSK. Hún kaupir sér tölvu til að ljúka annarri bókinni. Í júní 1997 kemur Harry Potter og viskusteinninn út í Bretlandi. Í september er bókin boðin út í Bandaríkjunum og útgáfufyrirtæki kaupir réttinn á 105.000 dollara (rúmar 7 milljónir), en það er stærri upphæð en nokkur annar barnabókahöfundur hefur fengið.
Árið 1998 kemur Harry Potter og leyniklefinn út í Bretlandi. Og árið 1999 kemur Harry Potter og fanginn frá Azkaban út í Bretlandi í júlí og slær Hannibal eftir Thomas Harris úr fyrsta sæti metsölulistans. The New York Times er með Harry Potter bækurnar í fyrstu 3 sætum metsölulistans - það hefur aldrei gerst áður með einn rithöfund. Warner Bros. kaupir kvikmyndaréttinn að fyrstu tveimur bókunum. Rowling krefst þess að þær verði ekki teiknimyndir og að hún fái að samþykkja handritið. Hún segist hlakka til að sjá Quidditch-keppni á tjaldinu og vonar að Robbie Coltrane muni leika Hagrid. Mattel fyrirtækið (sem framleiðir Barbie-dúkkurnar) kaupir framleiðsluréttinn að Harry Potter leikföngum.
Rowling giftist svo vini sínum, svæfingalækninum dr. Neil Murray í leynilegri athöfn á annan í jólum 2001. Eignaðist hún með honum strák 2002.
Tók þetta af Harry Potter sýðu Önnu Heiðu en breytti þessu svoldið mikið og skrifaði upp með mínum orðum….
Kv Hrislaa
./hundar