Þið hafið kannski heyrt um leikkonuna Keira Knightley nýlega vegna þess að hún er að gera það gott á frægðarpöllunum þessa dagana. Nýjasta myndin hennar, Pirates of the Carrabean, sem skartar Johnny Depp, Orlando Bloom og Geoffrey Rush hefur svo sannarlega fengið góða umfjöllun hjá helstu kvikmyndagagnrýnendum heims. Ef þið hafið áhuga, þá skrapaði ég saman smá upplýsingum um stelpuna.
Hún fæddist þann 22. mars 1985 sem gerir hana 18 ára. Hún ólst upp í Teddington í London á Englandi ásamt bróður sínum, Caleb (fæddur ’79) og foreldrum sínum, handritshöfundinum Sharman McDonald og leikaranum Will Knightley. Hún æfði dans og byrjaði leikferilinn snemma eins og svo margir leikarar. Þegar hún var þriggja ára bað hún mömmu sína og pabba um umboðsmann vegna þess hve afbrýðisöm hún var út í þau því það var alltaf verið að hringja í þau! Þegar hún var orðin 6 ára fékk hún svo umboðsmann og var farin að leika í kvikmyndum aðeins 9 ára gömul.
Hún lék í Star Wars: Episode 1 - The Phantom Menace þegar hún var 14 ára. Hún hafði alltaf haft áhuga á Star Wars og elskaði fyrstu myndina en þegar hún lék Episode 1 sagðist hún ekki finna sama kraft og í fyrri myndum.
En það sem er svolítið skondið er hvað hún og Natalie Portman eru líkar. Þær léku saman í Star Wars og þegar búið var að mála þær fyrir tökur þá þekktu mæður þeirra þær ekki í sundur!
1. Tulip Fever (2003) (í vinnslu)
2. King Arthur (2004) (í vinnslu) Guinevere
3. Love Actually (2003)
4. Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl (2003) …. Elizabeth Swann
5. “Doctor Zhivago” (2002) Sjónvarpsþáttur …. Lara Antipova
6. Pure (2002) …. Louise
7. Thunderpants (2002) …. Music School Student
8. Bend It Like Beckham (2002) …. Juliette Paxton
9. Deflation (2001) …. Jogger
10. Hole, The (2001) …. Frankie
11. Princess of Thieves (2001) (TV) …. Gwyn
12. “Oliver Twist” (1999) Sjónvarpsþáttur…. Rose Fleming
13. Star Wars: Episode I - The Phantom Menace (1999) …. Sabé
14. Coming Home (1998) (TV) …. Young Judith
15. Treasure Seekers (1996) (TV) …. The Princess
16. Innocent Lies (1995) …. Young Celia
17. Village Affair, A (1994) …. Natasha Jordan
Ef einhver hefur áhuga á að senda henni bréf þá er þetta heimilisfang hennar. Það er reyndar ekki víst að viðkomandi fá bréf til baka en það má svosem reyna.
Keira Knightley
c/o PFD
Drury House
34-43 Russell St.
London, England
WC2B 5HA