Hilary Duff.... Seinasta mánudag fór ég í bíó á The Lizzie McGuire movie með vinkonum mínum og það er bara ágæt mynd. Ég og ein vinkona mín höfum verið að horfa á þættina stundum og fundist þeir skemmtilegir. Hilary Duff leikur Lizzie og mér finnst hún leika og syngja mjög vel. Ég hafði líka séð Agent Cody Banks og hún lék í þeirri mynd og hún stóð sig mjög vel þar líka :)
Hérna eru upplýsingar um hana:

Hún heitir fullu nafni Hilary Ann Duff og fæddist 28.september 1987 í Houston, Texas. Hún á eina systur sem heitir Haylie.
Þegar Hil var 6 ára fékk hún áhuga á dansi og fór að æfa dans.
Seinna á sama árinu tók hún við hlutverki í “Hnetubrjótinum” eða “The nutbreaker”, en það var sýnt á sviði.
Síðan fékk hún mikinn áhuga á leiklist og fékk gestahlutverk í þáttum eins og “Chicago hope” og “The soul collector”.
Árið 2001 fékk Hil aðalhlutverk í þættinum Lizzie McGuire sem er grínþáttur fyrir unglinga og varð strax vinsæll í Bandaríkjunum.
Þessir þættir gerðu hana þekkta í Bandaríkjunum og fékk hún hlutverk í sjónvarpsmynd sem heitir “Cadet Kelly” sem varð mjög vinsæl. Árið 2002 fékk hún hlutverk í myndinni Human nature (held hún hafi verið í bíó hérna).
Vegna velgengni Lizzie þáttanna fór Hilary að syngja og semja lög fyrir jól árið 2002.

Uppáhalds:
Litur: Blár og grænn.
Búðir: XOXO, Bebe, Nicole Miller, Jimmy Jewels, Le Château, Bloomingdales, Juicy Couture, Miss Sixty, Bisou Bisou, Guess? (wow sú á margar uppáhalds búðir).
Söngvarar: Aaron Carter, Britney, Christina Aguilera, Madonna, Mandy Morre, Eminem, Jessica Simpson, Lil Romeo, Pink, John Meyer og Van Morrison.
Matur: Mexíkanskur, Sushi, nammi, súrsaðar gúrkur o.f.l.
Dýr: Hundur.
Skólafag: Saga og Stærðfræði.
Bíómynd: Ace ventura.
Eftirréttur: Súkkulaði kaka og súkkulaði kex.
Sjónvarpsþættir: The Osbournes, 7th heaven og The gilmore girls.
Áhugamál: Hip-hop dans, hanga með vinum, synda og Tae-bo.


Hilary býr ennþá í Texas með fjölskyldu sinni. Það hafa verið slúður sögur um það að hún hafi verið með Frankie Muniz, en núna er hún með Aaron Carter.
Hún á tvo hunda sem heita “Little dog” og Remington.
Þann 26.ágúst mun koma út diskur með henni (sem ég ætla að kaupa mér) og á morgun kemur út smáskífa með laginu “So yesterday”. Önnur lög sem ég veit um heita “Why not”, “Hey now” og “What dreams are made of” tvö seinustu eru í myndinni Lizzie McGuire movie.

Tilgangslausarstaðreyndir um Hilary.

*Hilary fær höfuðverk af Teknó tónlist.
*Henni finnst Matthew McConaughey sætur.
*Hún safnar höttum, myndarömmum og skóm.
*Hún var 7 ára þegar hún lék first í auglýsingu.
*Hún á hraðbankakort sem hún má bara nota í neyðartilfellum.

Myndir sem hún hefur leikið í og á eftir að leika í eru:
The Cinderella story (2004)
Cheaper by the Dozen (2003)
The Lizzie McGuire Movie (2003)
Agent Cody Banks (2003)
Cadet Kelly (2002) (TV)
Human Nature (2001)
The Soul Collector (1999) (TV)
Casper Meets Wendy (1998) (TV)
True Women (1997) (TV)

jæja???
Later…;)