Kristanna Sommer Loken fæddist 8.október árið 1979 í Hudson, New York. Flestir þekkja þessa leikkona sem vonda vélmennið í Terminator 3 en hún hefur áður leikið í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og mun vonandi halda því áfram í framtíðinni enda góð leikkona að mínu mati. Hún er 180 cm, náttúrulegi hárlitur er dökk skolhærð, gráblá augu og hefur 6 tattoo.
Fjölskylda hennar býr í sveitabæ þar sem þau rækta ávexti (LoveApple farm). Faðir hennar Chris Merlin Loken hefur starfað sem rithöfundur, leikari og bóndi. Móðir hennar Rande Loken Porath var áður þekkst sem fyrirsæta undir nafninu Rande Hague. Systir hennar Tanya Loken hefur menntað sig í “American Academy of Dramatic Arts” “State University of N.Y.” og “Hunter College” en starfar í dag sem sálfræðingur. Margar heimasíður á netinu halda því fram að Kristanna hafi fæðst í Noregi, en hún fæddist í Bandaríkjunum og hefur alltaf átt heima þar, en afi hennar og amma eru frá Noregi.
Kristanna sjálf fór í bæði ríkis- og einkarekna skóla í New York og ásamt venjulegu námi lærði hún dans, söng, og leiklist. Hún var góður nemandi sem vann hörðum höndum til þess að ná langt í skemmtanabransanum og fékk loksins stóra tækifærið eða “Big break” eins og þeir kalla það í Bandaríkjunum þegar hún fékk hlutverkið sem vonda vélmennið í Terminator 3. Áhugamál hennar eru klifur, fara á skíði, synda, eða bara hvað sem er utandyra.
Þættir sem hún hefur leikið í eru: “Aliens in the Family” (1996), “Unhappily Ever After” (1996-1997), “Pensacola: Wings of Gold” (1997), “Mortal Kombat: Conquest” (1998), “D.C.” (2000), “Philly” (2001). Einnig hefur hún fengið gestahlutverk í þáttum eins og “Law & Order” (1990), “Lois & Clark (1993), og ”Just Shoot Me" (1997).
Kvikmyndir sem hún hefur leikið í eru: Panic (2001), Academy Boyz (2001) og auðvitað Terminator III (2003).
Það verður gaman að fylgjast með þessari leikkonu og vonandi mun hún leika í fleiri góðum kvikmyndum á næstunni og festa nafn sitt í kvikmyndaheiminum.