Faaaaaabio. Bara nafnið er nú alræmt sem hálfgert samnefni fyrir þá sem bera sambærilega “persónutöfra” og Fabio Lanzoni.
Fæddur árið 1959 í Mílanó, Ítalíu, en segist iðullega tveimur árum yngri (maður reynir).
Fabio er líklega þekktastur fyrir þær bókakápur sem maðurinn hefur prýtt, hér á landi þekktar sem Rauðu Seríurnar. Fyrsta bókin sem hann prýddi hét þeim grípandi titli “Hearts Aflame”. Yfir ævina hefur Fabio setið fyrir á yfir 250 bókakápum.
En hann lætur ekki þar við sitja, heldur skrifar hann einnig bækur sjálfur. Sú fyrsta var kiljan “Pirate” fyrir þá sem vilja leita þann gullmola uppi.
Fabio hefur birst í mörgum kvikmyndum, yfirleitt þá í góðu gríni að sjálfum sér. Meðal annars er hann gaur á sportbíl í bíómyndinni ‘Dude, Where’s my Car?'. Hann var boddígard í ‘Death Becomes her’. Auðvelt var að spotta Fabio að taka við Slasher verðlaunum í ‘Zoolander’. Svo poppaði hann við í bíómyndinni Bubble Boy. Það hlýtur að teljast sérkennilegt að Fabio skuli ekki hafa dúkkað upp í fleiri gamanrómönsum miðuðum að miðaldra konum, en ætli það sé ekki bara kostur frekar en galli.
Í júní ‘93 gaf Fabio út geisladiskinn ’Fabio After Dark' þar sem hann tjáir sig um kosti rómantíkur og kosti kvenna almennt.
“Buon giorno. I am Fabio and I am very interested in what makes romance work. I want to share my recipe for a perfect evening, an evening for two lovers” byrjar diskurinn og rúllar áfram með þéttri klámmyndatónlist og saxófón. Skífan sú er möst fyrir alla með góðan húmor og hafa gaman að því að hlægja.
Hægt er að ná í nokkrar klippur af Fabio after Dark hér - http://www.simnet.is/rufuz/mp3.htm
30. mars árið 1999 komst Fabio aftur í fréttirnar þegar hann fékk gæs í andlitið í fyrstu ferð rússíbanans að Busch Gardens í Virgínu, Bandaríkjunum.
Nú nýverið (2001) tók Fabio að sér hlutverk raddar Thors í teiknimyndaþáttunum “Thor, God of Thunder”, en ég fann engar upplýsingar um hvort að þátturinn hafi verið skrappaður, sem þó verður samt að teljast líklegast.
Fabio lifir.