Nú verður brátt sýnd ný mynd með Reese Witherspoon sem margir eru líklegast búnir að bíða eftir en það er kvikmyndin Legally blonde 2: Red, white & blonde. Það hafa sjálfsagt flestir séð fyrri myndina en allavega hlakkar mig mikið til að sjá hvernig framhaldið á eftir að vera.
Mig langaði að hluta til að fjalla um Reese Witherspoon vegna þess að þessi kvikmynd er að verða frumsýnd seinna í mánuðinum en er hún einnig ein af uppáhaldsleikkonununum mínum og fannst mér hún standa sig frábærlega meðal annars í Sveet home Alabama.
Reese Witherspoon er fædd 22. mars 1976 í Nashville en hún er ein af tveimur systkinum en hún á bróður sem er eldri en hún og heitir John. Foreldrar hennar eru bæði í heilbrigðisgeiranum en faðir hennar er eyrna, nef og háls skurðlæknir og móðir hennar er hjúkrunar prófessor.
Sem barn var hún fyrirsæta og lék í sjónvarpsauglýsingum frá 7 ára aldri en síðan varð það ekki fyrr en árið 1991 sem hún lék í kvikmyndinni The Man in the Moon. Hún hefur síðan leikið í mörgum myndum og ættu þeir sem völdu sigurvegarann í keppninni “Ten State Talent Award” að vera með eitthvað vit í kollinum því Reese vann þessa keppni þegar hún var 11 ára því þessi stelpa kann sko að leika.
Þann 5. júní árið 1999 giftist Reese leikaranum Ryan Phillippe en þau hittust í 21 árs afmælisveislunni hennar. Nú eiga þau eina dóttur sem heitir Ava Elizabeth Phillippe en hún fæddist 9. september árið 1999 (ef farið er að hugsa út í það er kennitalan hennar örugglega flott). Reese ætlar sér nú ekki samt að eiga einungis eitt barn því hún er nú ólétt og mun barnið fæðast í Desember.
STAÐREYNDIR
· Reese er græmetisæta
· Gekk í Harpeth Hall School sem er einkaskóli fyrir stelpur.
· Hún er fiskur í stjörnumerki
· Var klappstýra í skóla.
· Útskrifaðist úr Stanford University.
· Hún er 168 cm á hæð
· Dóttir hennar Ava er skírð eftir ömmu Ryan.
· Skírnarnafn hennar er Laura Jean Reese Witherspoon.
· Reese er miðnafn móðir hennar.
· Hún bjó í Wiesbaden í þýskalandi þegar hún var ung.
· Hún getur rakið ættir sínar alla leið til Skotlands.
· Í giftingarhringnum hennar er 1990 Asher-cut-demantur sem aðeins eru til nokkrir af í heiminum.
· Hún var beðin um að leika í kvikmyndinni I now what you did last summer (1997) en afþakkaði.
· Strákurinn sem hún ætlaði að fara með á the prom komst ekki svo hún fór með pabba sínum.
· Vann árið 2001 Teens Choice Actress Comedy Award fyrir leik sinn í ‘Legally Blonde’
· Hún og leikonan úr Charmed, Alyssa Milano eru vinkonur.
· Hún leikur eina af systrum Rachel Green í þáttaröðinni Friends.
ORÐRÉTT
[Um að eignast barn]: “Obviously, this isn't the time in my life that I would have chosen to do this, but I feel like life gives you these challenges for a reason. I feel so happy and glad to be in the place that I am. I really feel blessed. This is something I need to face and take control of. ” - ET Online, 9. apríl árið 1999
[Talandi um hvernig hún velur myndirnar sem hún leikur í]: “I have a weird process, but the main thing is like this: I hear her voice in my head. There are a lot of wonderful scripts my agents can't believe I pass on, but I do because I can't hear the voice. It doesn't appeal to me then. I'm really careful. Unless I hear the voice, I can't do it.”
[Talandi um Ryan Phillippe]: “We corresponded through letters and phone conversations and really got to know each other on a more intellectual level. And I think that really built a really long-lasting bond so that when we finally did see each other, I think it was love at first sight. Or love at second sight. ”-TV Guide Online, 18 mars 1999
“On the Internet, it says that I'm married. Some Psycho Santa has decided to tell the entire world that I'm married to him. I've never been married in my whole life.” – Reese Witherspoon við Dale Brasel í Detour Magazine, Febrúar 1998
“Being a Southern person and a blonde, it's not a good combination. Immediately, when people meet you, they think of you as not being smart.”
“I was a real dork at school. I was very academic. My parents expected me to become a doctor.”….
Ég ætla nú ekki að gleyma að nefna það sem hún hefur leikið í svo hér er það….
Legally Blonde 2: Red, White & Blonde (2003) ….Elle Woods
Importance of Being Earnest, The (2002) …. Cecily Cardew
Sweet Home Alabama (2002) …. Melanie Carmichael
Importance of Being Earnest, The (2002) …. Cecily Cardew
74th Annual Academy Awards, The (2002) (Sjónvarps) …. Presenter: Best Makeup
Adam Sandler Goes to Hell (2001) (Sjónvarps) …. Hún sjálf
Legally Blonde (2001) …. Elle Woods
Trumpet of the Swan, The (2001) (rödd) …. Serena
Little Nicky (2000) …. Holly
American Psycho (2000) …. Evelyn Williams
Best Laid Plans (1999) …. Lissa
Election (1999) …. Tracey Enid Flick
Cruel Intentions (1999) …. Annette Hargrove
Pleasantville (1998) …. Jennifer Wagner/Mary Sue Parker
“Hercules” (1998) Sjónvarpssería (rödd) …. Serendipity
Overnight Delivery (1998) …. Ivy Miller
Twilight (1998) …. Mel Ames
Freeway (1996) …. Vanessa Lutz
Fear (1996) …. Nicole Walker
S.F.W. (1994) …. Wendy Pfister
“Return to Lonesome Dove” (1993) (lítið hlutverk) sjónvarpssería…. Ferris Dunnigan
Jack the Bear (1993) …. Karen Morris
Far Off Place, A (1993) …. Nonnie Parker
Desperate Choices: To Save My Child (1992) (Sjónvarps) …. Cassie Robbins
Wildflower (1991) (Sjónvarps) …. Ellie Perkins
Man in the Moon, The (1991) …. Danielle ‘Dani’ Trant
En allavega vona ég að þú hafir haft gaman að að lesa um þessa leikkonu eða allavega væri ég alveg til í ef þú myndir segja skoðun þína á greininni og leikkonunni. Og ætlar þú á myndina Legally Blonde 2: Red, white & blonde
Kv. Hallat