Varúð!!
Mjög lang og varla helmingurinn kemur málinu eitthvað við.
“Síðan hvenær er það sama að hafa ekki fjölbreytan tónlistarsmekk og að vera þröngsýnn ?
Síðan alltaf held ég, þröngsýni er mjög breitt hugtak og er mjög oft notað í sambandi við tónlistarsmekk. ”Narrow minded“ hlýtur að vera vinsælasta móðgun sem finnst í tónlistarrifrildum.
”Þitt álit en ekki staðreynd.“
Þessvegna skrifaði ég TEL með hástöfum.
”Það sem þú veist hefur kannski þau áhrif að þú kýst að fíla það ekki… en öll gerum við mismunandi kröfur til tónlistar og bara allt í lífinu… Síðan hvenær er sérstök regla um hvað maður þarf að gera til þess að vera listamaður? Ég viðurkenn reyndar að margir sem “fíla” popp fylgja fjöldanum en það er hægt að segja um margt annað eins og t.d. rokk… fer líka eftir hvaða tímabil við erum að tala um…“
Ég verð bara að segja eins og er að ég skil ekkert hvað þú ert að tala um. Ég sagðist hafa komist að minni niðurstöðu með því að kynna mér málið og þær kröfur sem ég geri er að tónlistin sé góð, hvaða aðrar mismunandi kröfur er hægt að gera? sumt fólk vill kannski dans og fallegt fólk en það kemur gæðum tónlistarinnar ekkert við. En þetta um reglur sem þarf að uppfylla til þess að vera listamaður eða þetta ”fylgja fjöldanum“ dæmi sem þú ert svo hrifinn af, ég sé ekki tenginguna í því.
Málið er að þó ekki sé til neinn ”réttur“ eða ”rangur“ smekkur þá hefur fólk oft misjafnlega góðan smekk á þessu eða hinu, oftast í beinu framhaldi við þekkingu viðkomandi. Ekki ætlar þú til dæmis að segja mér að þú hafir alveg jafn góðan smekk á myndlist og einhverjir gaurar sem hafa verið að fræðast um og glápa á málverk í 40 ár? Myndir þú sjá muninn á einhverju meistaraverki og svo öðru klisjukenndu, andlausu og ófrumlegu málverki ef bæði væru tæknilega vel gerð (litu vel út) og þú hefðir hvorugt séð áður? Ekki er ég neitt viss um að ég gæti séð hvort væri merkara, allaveganna væri ég tilbúinn að leggja neitt undir.
Þetta dæmi virkar auðvitað ekki ef þú ert vel að þér í myndlist og listasögu:)
Þekking er undirstöðuatriði, án hennar hefur maður engan skilning á viðfangsefninu. Ég hef td. mjög lítið vit á klassík (er að reyna að breyta því) og mér dettur ekki í hug að halda því fram að ég hafi jafn góðan smekk á henni og fólk sem þekkir sögu klassískrar tónlistar og hefur hlustað á 100x fleiri klassísk verk en ég hef nokkurntíma heyrt um. Ekki fyrir löngu komst ég á tal við svona klassík-gúrú og ég spurði hann hvor honum þætti betri, 5. eða 9. sinfonía Beethovens. Hann sagði mér að 9. væri miklu betri og það vegna þess að 5. hafi verið ósköp hefðbundin miðað við tímann en 9. hafi verið ljósárum á undan öllu sem aðrir voru að gera…. þetta hafði ég ekki nokkra hugmynd um (eða pælt í) og það er eingöngu vegna skorst á þekkingu af minni hálfu. Ég veit ekkert hvað er merkilegt og hvað er hefðbundið, ég hef engan samanburð og get ekki sett tónlistina í neitt tímasamhengi, ss ég get ekki vegið og metið hvað sé gott, skil ekki hismið frá kjarnanum. Það er sennilega mjög svipað þega rokkaðdáendur eða poppaðdáendur eru að hrósa Blink182 eða einhverjum popparanum í hástert, þá halda þeir eflaust að þetta séu eitthvað merkilegir tónlistarmenn þegar þeir eru í raun ósköp hefðbundnir tónlistarmenn sem eru ekki að gera neitt öðruvísi en 1000 aðrir sem þeir hafa sennilega aldrei heyrt um.
Þekking ræður því hvað þú fílar (ef fólk er víðsýnt). Fólk með mjög svipaða þekkingu hefur oft mjög svipaðar skoðanir, td. hlýtur þú að kannast við það að tveir vinir sem hanga alltaf saman hafa mjög oft nákvæmlega sömu uppáhaldshljómsveitirnar og stundum meira að segja eiga þeir nákvæmlega sömu uppáhaldslögin. Slíkt getur engan vegin flokkast sem þrýstingur frá hvor öðrum (slíkir vinir eru oftast jafnir í augum hvors annars), heldur er ástæðan einfaldlega sú að þeir hafa mjög svipaða þekkingu á tónlist.
Bætt þekking gerir fólki fært að njóta tónlistarinnar á allt öðru stigi. Gott dæmi um þetta er nánast öll gömul tónlist, td. Rolling stones eða Who. Það myndu fáir nenna að hlusta á þær í dag ef fólk setti þær ekki í sögulegt samhengi, af hverju ætti fólk að vera yfir sig hrifið af einhverju vegna þess að það hafi verið byltingarkennt árið 1967? það er svo sannarlega ekki byltingarkennt núna, frumstætt, venjulegt og einfaldlega úrelt miðað við nútímann, en samt kýs fjöldin allur ungir sem gamlir þessa tónlist framm yfir nútímatónlist.
Annað dæmi: hefði fyrsta plata Sex pistols komið út 1981 hefði enginn áhuga á henni en fyrst að hún kom út 1977 er hún meistaraverk. Fólk hlustar enn þann dag í dag á plötuna af þeirri einu ástæðu að hún kom út árið 77 enn ekki 81.
Það er bláköld staðreynd að það að hlusta á yfir 1000 tónlistarmenn úr öllum stefnum frá öllum tímum og það að hlusta á Britney Spears eða Creed fer einfaldlega ekki saman, sá fróði heyrir að þarna er ekkert sem hann hefur ekki heyrt milljón sinnum áður og slíkt nennir enginn að hlusta á þegar hann getur hlustað á eitthvað annað.
Það hafa auðvitað allir ”réttan“ smekk fyrir sjálfan sig (nema þeir séu að fylgja fjöldanum) en hvort þeir hafi góðan smekk er allt annað mál, ef einhverjum fyndist ég vera betri gítarleikari en Jimi Hendrix þá hefur viðkomandi hræðilegan smekk á gítarleik og þá þýddi lítið að segja: Og af hverju er hanns álit eitthvað verra en þitt!
Ég er EKKI að tala um mig sem dæmi um þetta fólk með þessa gríðarlegu þekkingu. Ég er hinsvegar að REYNA að verða einn slíkur en á laaaangt í land. Enn allaveganna þá hef ég losað mig við þetta rugl að eiga ”uppáhaldshljómsveit“, slíkur hugsunarháttur gerir manni ekkert gott.
”Já satt en það var viðkvæmt efni eða um misnotkun á börnum… fólk einfaldlega vill að stjörnur séu ekki hærra sett en lögin í landinu… Nákvæmlega sama hefði skeð ef þetta væri stórstjarna í öðrum tónlistargeira…“
Ég veit, ég var ekkert að tala um popptónlist í þessu sambandi, ég var bara að segja að þó fólk hafi gaman af því að lesa slúður um hina og þessa þá þýðir það ekki að fólk hafi nokkurn áhuga á persónunni eða því sem hún er að gera.
”ROFL þú ert bara fyndinn núna… Ég get t.d. lofa þér að stjörnur eins og Madonna hafa hreinlega breytt viðhorf fólks til lífsins.. breytt kynlífi þeirra og fatastíl í heiminum.. Ég veit ekki um þig en það er mikið meira en vinsældarlistar.“
Ég var að tala um TÓNLIST, ekki ímynd, ég hélt að það væri alveg á hreinu. Það vita allir heilvita menn að frægar poppstjörnur geta náð til mun stærri hópa og byrjað stærri tískutrend en lítt þekktar rokkhljómsveitir, sama hversu merkilegar þær eru.
Ef slíkt glingur skipti mig raunverulega einhverju máli væri ég þá að hlusta á hljómsveitir sem varla 1% mannkyns þekkir? Varla. Og það tengist ekkert mismunandi kröfum um tónlist, glingrið tengist skemmtikraftinum ekki tónlistarmanninum eða tónlistinni.
Ég endurtek: Ef allir tónlistarmenn sem sérhæfa sig í popptónlist (ekki samt í í popp = popular skilningnum) frá því um 1960 yrðu kippt út úr TÓNLISTARsögunni þá hefði þróun tónlistarinnar orðið nánast eins og staða nútímatónlistar væri sú sama og hún er núna að undanskildum auðvitað nöfnunum á vinsældarlistunum.
Best að koma einu á hreint, ég er ekki svona mikið á móti poppi vegna þess að það er popp alveg eins og ég hef ekki svona mikinn áhuga á rokki vegna þess að það er rokk. Það sem ég þoli ekki við tónlist er hugmyndaleysi, mér þykir ekkert meira varið í klisjukennda rokktónlist en klisjukennda popptónlist. Hugmyndaauðgi/frumleiki hljóta að vera grunnur allrar sköpunar, án þessarra eiginleika ertu raunverulega ekki að skapa eitt né neitt. Ég segi það að ef þú hefur ekki hæfileika til að skapa eitthvað nýtt skalltu bara sleppa þessu. Það að semja tónlist byggða á hefðum og formúlum annarra getur ekki verið mjög gefandi, allaveganna hljómar slík tónlist ekki mjög spennandi í mínum eyrum. Nema tónlistarmanninum tekst að koma einhverjum tilfinningum inn í klisjurnar þá breytist málið auðvitað.
Mín reynsla er sú að þó það sé til fullt af formúlukenndri rokktónlist þá leynast virkilega skapandi listamenn inn á milli en í popptónlist hef ég heyrt fátt sem vekur áhuga minn, og nánast ekkert síðan á sjöunda áratugnum. Það er bara mín reynsla en þú getur hæglega breytt þessari skoðun minni ef þú getur nefnt mér einn svona FM-poppara sem er að gera eitthvað ”creative“.
”Já en málið er að fólk er að fólk er að gagnrýna MIG líka.. t.d. “hvað ertu vængefin eða að hlusta á Britney ?”. Þá er það orðið meira en saklaust álit um Britney Spears.“
Þú veist hvað ég meina. Þú getur næstum því bókað það að ef þú færir á einhverja Nirvana/Metallica grein og segðir að hljómsveitin væri ömurleg (hvað þá meðlimir hennar) þá myndu froðufellandi aðdáendur þeirra bregðast við með þvílíkum blótsyrðum og hótunum.. þó þú hafir ekki móðgað þá neitt persónulega. Ekki falla í þá grifju. En ef þeir móðga þig þá auðvitað..
”Nei ég myndi allavega ekki fíla hana… útlit hennar og útgeislun er ein af aðal ástæðunum fyrir því að hún sé alvöru poppisti.. En sama er hægt að segja um Celine Dion, Ozzy Osbourne og Barry White… hvort sem þú viðurkennir það eða ekki þá eru flestar tegundir tónlistar sem gera vissa kröfu til útlits.. ekki bara popp…“
Celine Dion og Barry White eru líka alvöru poppistar (Barry aðeins minna).
En staðreyndin er sú að ef manneskja eins og hún Olga okkar, þessi forljóti einstaklingur gengi inn í lítið sjálfstætt útgáfufyrirtæki með töskuna fulla af spennandi efni sem hún hefði samið sjálf þá fengi hún strax samning EF efnið væri nógu gott og það myndi engu skipta þó hún væri svona ólagleg. Væri Britney eins og Olga þá fengi hún ekki inngöngu inn í stóru útgáfufyrirtækin vegna fráhrindandi útlitsins og hún fengi ekki heldur inngöngu í littlu sjálfstæðu útgáfufyrirtækin vegna skorts á tónlistarhæfileikum (nema nýju frumsömdu lögin hennar verði góð).
Ég get samt ekki neitað því lengur að ímynd skipti máli í rokki, ekki lengur þar sem fjöldi rokkaðdáenda hefur komið fram og sagt að ímyndin hafi skipt ÞÁ máli. Ég hef greinilega ofmetið rokkaðdáendur þar sem það er algerlega undir þeim komið hvort ímyndin sé mikilvæg eða ekki og þeir hafa því miður valið að hún skipti máli. ímynd skiptir mig allaveganna engu máli. Af hverju ætti hún svosem að gera það? 99.9% af öllum tengslum mínum við tónlistarmennina er þegar ég hlusta á plöturnar þeirra.
”Væri Ozzy Osbourne frægur ef hann myndi lýta út eins og Leonardo Dicaprio ? Nei það er nefnilega partur af ímynd hans að vera skítugur Breti í dópi :)“
Ekki rugla saman Ozzy sirkústrúðnum og Ozzy tónlistarmanninum.
Ástæðan fyrir því að hver einasti tónlistaráhugamaður þekkir Ozzy Osbourne er ekki vegna þáttanna heldur vegna þess að hann var söngvarinn í Black Sabbath. Áhrifamestu þungarokkshljómsveitar sögunnar. Þættirnir hafa gert hann jú vinsælan hjá Mtv kynslóðinni og það er vissulega vegna þess að hann er ”skítugur breti á dópi" en öll frægð hans sem tónlistarmanns tengist verkum hans með Sabbath. Eftir 10 ár verður Ozzy enn frægur fyrir Black Sabbath en engin mun tengja hann við einhverja vinsæla þáttaröð nema núverandi Mtv kynslóð.
Vá þetta var langt: ég hefði bara átt að skrifa grein um þessi þekkinga/smekks tengsl, þá hefði ég fengið betri tíma til að spekúlera í þessu:)
Frábært svar hjá þér Der. Ég er mjög sammála þessu með þekkingu á tónlist.
Ég sjálfur hef lengi verið að halda þessum kenningum fram. Mér finnst mjög gott að bera þetta saman við eitthvað eins og múrverk. “Venjulegi leikmaðurinn” getur aðeins greint fegurðarmat á múrverki, múrarameistari getur hins vegar séð hvort vel hafi verið unnið eða ekki. Það sama finnst mér gilda um tónlist. Hin “venjulegi leikmaður” getur bara dæmt um fegurðargildi (útfrá eigin smekk), til að greina gæði þarf þekkingu.
“Það er bara mín reynsla en þú getur hæglega breytt þessari skoðun minni ef þú getur nefnt mér einn svona FM-poppara sem er að gera eitthvað ”creative“.”
Poppararnir sjálfir gera kannski ekki mikið creative sjálfir, en pródúserarnir á bakvið listamennina eiga það til að detta inná eitthvað sem ekki þekktist áður.
Fyrst get ég nefnt að Justin Timberlake tók mikla áhættu þegar hann talaði við Brian Transeau með bón um pródúseringu (og það var Justin sjálfur sem hringdi). Brian Transeau hefur hingað til ekki geta talist poppari, enda verið framarlega í undirheima dans-senu USA. Út úr þessari samvinnu varð lagið “pop” til, sem 'Nsync fluttu. Ég er alveg tilbúinn að fullyrða að ekkert hafði heyrst á FM957 sem svipað gæti talist og “pop”. Breakbeat pælingar hafa ekki heyrst á FM957 , sérstaklega ekki eins og BT framreyddi þær (eins og enginn annar hafði gert).
Annað dæmi. Þegar Timbaland kom fyrst fram hafði ekkert heyrst sem líkja mátti kappanum við (enda fóru allir að elta hann). Ég ætla ekki að neita því að hann hefur síðan þá fylgt formúlu sinni, enda markaðurinn krafist þess. En með fyrstu lögunum unnum af honum má nefna lagið “Are You That Somebody” sem hann gerði fyrir Aliyah (r.i.p.). Ef hlustað er vel á lagið má heyra að Timbaland notar barnshlátur sem stóran part af rythmanum í miklum hluta lagsins, hvað hafa margir gert það?
William Orbit er líka maður sem braut blað þegar hann kom á sjónarsviðið og gerði “Ray of Light” fyrir Madonnu. Plötunni er ekki hægt að líkja við margt. Hún sækir áhrif í það sem William Orbit hafði áður fengist við, en er samt ekki það sama. William Orbit gerði líka plötuna “13” fyrir Blur. Fyrir hana sendi hann Graham Coxon inní hljóðeinangrað herbergi í 5 klukkutíma og lét hann hamast eins og óðan hund á meðan Orbit tók það upp. Síðan tók Orbit þessar upptökur, klippti og límdi yfir alla plötuna eins og passaði og setur þetta mikin svip á heildarmynd plötunar. Þetta gerir ekki hver sem er og ekki hef ég heyrt um nokkur annar hafi gert neitt svipað.
Mirwai er annar sem Madonna hefur verið að vinna með. Hann er svoldið fyrir að setja rödd Madonnu í Vókóder. Það er að vísu búið að vera í tísku að nota Vókóder í poptónlistarheiminum, en ekki einsog Mirwai gerir það. Málinu til stuðning nefni ég lagið “Impressive Instant”, þar sem rödd hennar er á fleygiferð upp og niður tónstigan eins áður er óþekkt.
En þessi listi er víst tæmandi, enda mest öll tónlistin á FM957 framleidd undir þeirri pressu að ekki meigi flækja tónlistina, því þá ertu kominn í þá áhættu að hlustandin geti ekki hlustað vegna þess að hann skilur hana ekki.
Kylie Minogue er gott dæmi. Tónlist hennar hefur að undanförnu verið formúlukennt dans-diskó-popp sem bíður ekki uppá neitt annað skemmtanagildi. Eftir að hún sló í gegn (aftur) hefur hver söngkonan komið á sjónarsviðið sem sömu dans-pop velluna og er systir hennar þar fremst í flokki. Ég sá um daginn 3 eða 4 svoleiðis lög (myndbönd) í röð á PoppTíVí.
Ég hef gaman af góðri tónlist. Ég tel mig ágætlega færan um að dæma á milli hvað sé gott og hvað sé léglegt þar sem ég hef stúderað (og lært) tónfræði, útsetningar, hljóðupptöku, tónlistarsögu og fleira. Ég er samt svoldill “sökker” fyrir góðu poppi, eins lítið af því og er að finna í dag. Ég sakna eldri tíma þegar popptónlistamenn þurftu að vera menntaðir og hæfileikaríkir tónlistamenn til að fá athygli, það virðist hafa liðið undir lok í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar.
Góðar stundir.
0
Er það ekki bara málið að “feitu svíarnir”, pródúserarnir og útgáfufyrirtækin ERU tónlistarmaðurinn? “Feitu svíarnir” semja lögin, pródúserarnir hanna hljóminn og útgáfufyrirtækin skapa ímyndina og sjá um almannatengslin (ss. byggja upp hype), stjarnan sjálf er lítið annað en verkfærið, syngur það sem henni er afhent og gerir það sem henni er sagt, glyskennt andlit iðnaðarins út á við og það eina í þessari jöfnu sem má alveg missa sig. Eða hvað?
0
Wow hvað allir eru neikvæðir…
Það eru ekkert nema einhver rifrildi í álitum (ekki öllum en flestum).
Mér finnst þetta bara fín grein og nú er það staðfest fyrir þá sem vildu vita að Britney er ekki hrein mey…
Keep it up Geiri85!
0