"Breaking News"... Britney er EKKI hrein mey! Stríðið í Írak… WTC árásin í Bandaríkjunum… Og meydómur Britney Spears eiga það sameiginlegt að CNN í Bandaríkjunum flokkar þessar fréttir sem Breaking News.

Í gær mánudaginn 8.júlí sýndi þátturinn Entertainment Tonight viðtal við Britney Spears og talaði hún um nýjustu plötu sína, hvernig það var að hætta með kærastanum Justin T, og meydóm sinn sem er frekar óvenjuleg enda hefur hún alltaf notað gamla góða “no comment” svarið seinustu 2 árin þegar það hefur verið spurt út í meydóm hennar. Hún svaraði að hún hefði misst meydóm sinn til Justin Timberlake fyrir nokkrum árum, en hann var líka fyrsti strákurinn sem kyssti hana þegar þau voru u.þ.b. 11-12 ára.

Stuttu seinna í gærkvöldi kom “Breakng news” hjá CNN þar sem tilkynnt var að Britney Spears hefði misst meydóm sinn.

Í dag eru líklega þúsundir tímarita að prenta út fréttina og auðvitað hakka slúðurþættirnir þetta í sig.

Ég sé bæði margt jákvætt og neikvætt við þetta…

Neikvætt: Eins og Oprah Winfrey sagði á sínum tíma við hana í þættinum sínum þá ætti hún ekki að þurfa að tilkynna fyrir heiminum ef hún myndi missa meydóm sinn, enda kemur það hreinlega fólki ekki við.

Jákvætt: Fær umfjöllun sem eykur sölu á næstu plötu hennar sem kemur út í október… Og núna loksins hættir fólk kannski að rökræða um þennan helvítis meydóm hennar.

Ég held nefnilega að hún hafi ákveðið fyrir rúmum 2 árum að hætta að svara spurningum um meydóm sinn og vona að smátt og smátt myndi fólk gleyma því að hún hafi nefnt það að hún ætlaði að vera hrein mey til hjónabands. En augljóslega virkaði það ekki því að fólk blaðrar í dag um þennan helvítis meydóm eins og það væri árið 1999 en þá í dag. Já fólk nefnir þetta kannski en nú er óþarfi að rökræða hvort hún sé hrein mey eða ekki enda er hún búin að staðfesta það sjálf.

Annars bara fyndið hvernig þessi stelpa hefur heiminn í lófanum á sér og getur varla sagt neitt án þess að það verði frétt um allan heim :)