Persónulega er ég á því að þetta sé algjört bull! Í fyrsta lagi er svo stutt síðan að þessi sýning var sett upp í Verzló með tilheyrandi húllumhæi og auglýsingu, og sú sýning var svo ótrúlega vinsæl að ég held að landsbúar hafi fengið nóg af Grease fyrir næstu áratugina. Allaveganna hef ég fengið það fyrir mitt leiti. Og það að láta tvær vinsælustu poppstjörnur landsins vera í aðalhlutverkum er bara auglýsingabrella því að ég stórefa að þau séu sérstakir leikarar!
Og svo ofaná allt hef ég verið að hlusta á lagið “Sumarást” (eða hvað sem það er kallað núna) í þessari nýju þýðingu sem er í þessari þýðingu og ég verð að viðurkenna að mér finnst hún bara alls kostar slæm, hræðileg miðað við þá fyrri og slæm miðað við enska textann! Samt er ég alls ekki Grease aðdáandi!
Mér þætti bara forvitnilegt að fá að heyra skoðanir annarra á þessari sýningu sem ég læt fara svona í taugarnar á mér! Mér finnst að viðkomandi aðilar gætu a.m.k. hafa valið einhverja sýningu sem er ekki svona stutt frá að var sýnd. Jafnvel þótt að það sé búið að fixa hana til svo að hún gerist núna í Breiðholtinu o.s.fr….
Álit velkomin, en sleppum öllu skítkasti!
"