Jennifer Garner Jennifer Garner fæddist 17. apríl 1972 í Houston, Texas. Foreldrar hennar, Pat (fyrrum enskukennari) og Bill Garner (efnaverkfræðingur) áttu einnig tvær aðrar dætur, Melissa (eldri) og Susannah (yngri). Jennifer ólst upp í Charleston í Vestur - Virginíu.

Jennifer elskaði sviðið og vísindi. Hún æfði ballett í 9 ár og vildi alltaf vera á sviðinu en fór í Denison University og tók vísindi sem aðalgrein.

Samt gat hún ekki gleymt því hve gaman henni fannst að vera á sviðinu þannig hún breytti aðalgrein sinni úr vísindum í leiklist. Á meðan flestir fara beint til Hollywood þá fór Jennifer til New York í City of Stages. Þar vann hún sem þjónustustúlka en reyndi á meðan að fá hlutverk. Á endanum flutti hún þó til Los Angeles þar sem hún lenti á hlutverki Hönnuh í sjónvarpsþættinum „Felicity.“ En þar sem hún hitti eiginmann sinn, Scott Foley sem lék Noel Crane.

Svo lék hún í nokkrum myndun, eins og „Dude, Where’s My Car“ og „Pearl Harbor.“ Hún fékk einnig hlutverk sem Romy í þáttunum „Party of Five.“

Þegar Jennifer er ekki að leika nýtur hún þess að búa venjulega lífi í San Fernando með eiginmanni sínum og tveimur hundum og einum ketti. Áhugamál hennar eru að elda, fara í gönguferðir, vinna í garðinum sínum og hnefaleikar.

Nokkrar tilgangslausat staðreyndir um Jennifer Garner:

Þegar Jennifer var lítil sagði hún oft krökkum að hún væri frænka leikarans James Garner sem hún er ekki.

Hún viðurkennir að hún elskar þáttinn „From Martha’s Kitchen“ með Martha Stewart.

Hún elskar að vera í Nike hlaupaskóm og reynir að vera í þeim eins og oft og hún getur.

Þegar hún vann Golden Globe verðlaun fyrir að vera besta leikkonan þá datt hún áður en hún komst að sviðinu. Hún hafði verið að drekka svolítið áður.

Hún elskar að hlusta á alternative-rokk. Einu sinni gaf hún uppáhalds útvarpsstöðinni sinni sem spilar alternative-rokk peninga og nafnið hennar var nefnt í loftinu.

Kvikmyndirnar:

01. Daredevil … Elektra Natchios (2003)
02. Catch Me If You Can … Prostitute (2002)
03. Alias (Tv Series) … Sydney A. Bristow (2001)
04. Rennie's Landing … Kylie Bradshaw (2001)
05. Pearl Harbor … Nurse Sandra (2001)
06. Dude, Where's My Car … Wanda (2000)
07. Aftershock: Earthquake (TV) … Diane Agostini (1999)
08. Time of your Life (TV Series) … Romy Sullivan (1999)
09. 1999 … Annabell (1998)
10. Significant Others (TV Series) … Nell Glennon (1998)
11. In Harm's Way … Kelly (1997)
12. The Player (TV) (1997)
13. Mr. Magoo … Stacey Sampanahoditra (1997)
14. Washington Square … Marian Almond (1997)
15. Deconstructing Harry … Woman in Elevator/Fay (1997)
16. Rose Hill (TV) … Mary Rose/young Victoria (1997)
17. Dead Man's Walk (mini) … Clara Forsythe (1996)
18. Harvest of Fire … Sarah Troyer (1996)
19. Zoya (TV) … Sasha (1995)




KV, bt24