Lesbískt brúðkaup í Hollywood?
Það heyrast sögur í Hollywood um að Portia de Rossi (lék í Ally McBeal) og kærastan hennar hún Francesca Gregorini ætli að fara að gifta sig. Það sem kom sögusögnunum af stað er risastór steinn á baugfingri Portiu. Nýlega sást til þeirra að versla með móður Francescu, Barbara Bach, eiginkonu Ringo Starr.

Þó að þær séu ekki giftar enn, þá eru þær byrjaðar að búa saman í Hollywood. Nánir vinir þeirra segja að þær séu alsælar, og ef þær ætli að gifta sig gerist það líklegast í Evrópu.

En þetta er ekki í fyrsta skiptið sem sögur fara af stað um brúðkaup þessara tveggja, sem eru búnar að vera saman í tvö ár. Í fyrra ætluðu þær að gifta sig meðan Portia var í hléi frá Ally McBeal þáttunum, en það gerðist aldrei.

Ringo Starr, hann segist ekki geta verið hamingjusamarif yrir hönd stjúpdóttur sinnar að hún ætli að giftast annarri konu. Í febrúar, þegar parið hélt opinbera trúlofunarveislu, voru bæði Ringo og Barbara þar, ásamt um 60 öðrum nánum vinum. “Bæði Portia og Francesca litu dásamlega út, þegar þær svifu um boðið, hönd í hönd”
sagði einn gestanna The National Enquirer.

Fyrir þá sem vilja vita meira um hringa þeirra, þá er Portiu stórskorinn demantur á platínuhring. Og Francescu, sem hefur lýst lífi sínu sem “sæluríkri hamingju,” er einnig með platínuhring, en með minni innfellda demanta.

Já þannig er nú það…
Cheers!
Halla

——

(þessi grein er þýdd af entertainment msn síðunni)