eurovision dagbók 2003 20.5.03
Ég held nú ekki að þessar rússnesku séu að dansa! Æfingin hjá þeim var alveg útúr kortinu. Hér gekk sú saga í gær að önnur þeirra (þessi dökkhærða) réði ekki við háu nóturnar og í raun myndi bakraddasöngkonan syngja fyrir hana. Það var semsagt búið að kanna hvort þetta mætti og það er víst allt í lagi. Einhver smá Milli Vanilli í þessu öllu. En þær vekja athygli. Ótrúlegt að sjá hrúgu af blaðamönnum horfa á þær að borða eitthvað svína-karboaði.

Ég held að ég taki undir með Gísla að þessi blaðamannafundur hafi verið undarlegur. Þær voru bara að krota eitthvað á blað allan tímann og önnur meira segja að svara í símann! En þær eru samt efstar í veðbönkum. En þeir hafa heldur ekkert vit á þessu.

Ég er að hugsa um að setja nokkur lató í veðbankann og sjá hvort ég verð ekki ríkur. Ef ég skelli 100 á Ísrael og þeir vinna þá fæ ég 8.000 í staðinn (það munu vera um 1,1 milljón). Held samt að það séu meiri líkur á því að Plymouth vinni ensku deildina á næsta ári en að Ísraelar vinni hér.

Það er hætt að rigna, enda var þetta alveg orðið fínt.

Tekið af heimasíðu Loga og Gísla. Þessi síða er snilld!!!

http://riga2003.blogspot.com/