Jason Biggs.... Mér finnst Jason Biggs vera góður leikari og mig langaði að vita meira um hann og hérna kom það sem ég fann:

Jason byrjaði að módela aðeins 5 ára eiginlega bara af því að mamma hans vildi að hann og systir hans Heather myndu eiga nóg af peningum fyrir háskóla. Fyrsta starfið hans að módela var fyrir JCPenny útsölu bækling, svo fékk hann starf í Cheerios auglýsingu.
Þegar hann var 12 ára, fór hann til Seattle í áheyrnarpróf fyrir leikritið “Conversations With My Father”. Á meðan hann var í Seattle varð hann 13 ára. Leikritið var á Broadway og líka Jason.
Hann var að sýna á Broadway þegar hann var aðeins 14 ára gamall. Síðan þá hefur hann mest tekið við hlutverkum í sjónvarpsþáttaröðum og svo auðvitað í myndinni American Pie.

Þegar Jason las fyrst handritið af American Pie hló hann upphátt. Jason las fyrir Jim í áheyrnarprófinu fyrir American Pie og lék hann síðan í myndinni.
Eftir hlutverkið hefur hann verið mest þekktur sem “That pie guy”. Hann reyndi líka að fá hlutverk Pacey´s í Dawson´s creek og eitthvað hlutverk í Felicity.
Hann á tvær systur. Uppáhalds íþróttin hans er amerískur ruðningur, hann heldur með liðinu The New York giants.
Hann fór í háskóla (New York State University) en hætti þar eftir eina önn, hann vildi frekar fara í annan skóla og fór þá í Montclaire State University. Svo fékk hann hlutverk í þættinum Total security og hann ákvað að nýta þetta tækifæri og hætti þá í skóla, en er ákveðinn í því að fara aftur einhvern tímann seinna.

Hann er hræddur við: Köngulær, býflugur, vespur, að lesa bækur og auðvitað er hann hræddur um að verða kallaður “The kid that fucked an apple pie”.
Jason finnst gaman að hanga með vinum og bara að “chilla”.
Hann býr núna í L.A.
Hann fæddist 12.maí 1978 í Pomton Plains, New Jersey.

Myndir sem allir kannast við að hann hafi leikið í:
American Pie.
Loser.
Boys and girls.
American Pie 2.

Endilega látið vita ef þið munið eftir fleiri myndum með honum…ég man nefnilega ekki eftir fleiri :)
Later…;)