Skemmtilegasta leikrit sem þú hefur leikið í?
- Amadeus en þar lék ég Mozart

Hvað gerirðu í frítíma þínum?
- Leik við fjölskylduna mína, spila golf og veiði silung.

Hvað gerirðu á daginn í vinnunni (þegar þú ert ekki að leika)?
- T.d. semja Spaugstofuna, æfa leikrit og talsetja teiknimyndir.

Eftirminnilegasta leikrit sem þú hefur leikið í?
- Cang eng en þar lékum við síamstvíbura,ég og Þröstur Leó og vorum festir í leðurbelti allan tímann.

Besti matur?
- Hangikjöt.

Besta bíómynd?
- Lord of the Rings

Nefndu nokkrar bíómyndir sem þú hefur leikið í?
- Land og synir, Stella í orlofi, Löggulíf, Dalalíf, Rið, Maður eins og ég og Stella í framboði.

Þegar þú ertu heima hvað gerirðu?
- Vinn í tölvunni, tek þátt í húsverkum og hvíli mig.

Hvað heita börnin þín?
- Þau heita Dröfn, Sigurjón og Birna.

Ertu oft að leika/eða vinna?
- Já ég vinn mikið en er heppinn að finnast gaman í vinnunni.


Viðtalið er búið.
Spyrjið endilega spurninga.
——————————————- —-