Jamm, ég er í algjöru stuði þessa dagana! Röðin er komin að Christinu Applegate :þ
Byrjum á smá svona staðreyndasúpu:
Fullt nafn: Christina Applegate
Fæðingardagur: 26. nóvember 1971
Fæðingarstaður: Los Angeles, Kalifornía
Heimili: Laurel Canyon, LA
Foreldrar: Robert Applegate, útsendingarstjóri, og Nancy Priddy, leikkona – skilin!
Systkini: Tvö hálfsystkini, Alisa og Kyle.
Hæð: 165 cm
Stjörnumerki: Bogamaðurinn
Random facts:
Hún er náttúrulega ljóshærð.
Hún er með græn augu.
Hún notar gleraugu eða linsur.
Hún reykir.
Hún fer reglulega í ræktina og fer þá helst í spinning.
Hún æfði alls kyns dansa þegar hún var yngri, jazzballet og fleiri, og dansar 15-20 tíma á viku þegar hún er í fríi.
Hún er ekki mikið fyrir bíla eins og sumt frægt fólk, en vill þó aðeins keyra um á Lexus.
Hún á veitingahús og bar í Los Angeles.
Hún er gift leikaranum Johnathon Schaech (borið fram ‘sheck’).
Hún er mikið fyrir dýr og á nokkra hunda og ketti.
Hún er með nokkur tattú, m.a. á báðum ökklunum. Annað er Nini, sem er gælunafn mömmu hennar, og hitt tengist eitthvað trúarsöfnuðinum sem hún er í.
Christina byrjaði snemma í bransanum, hvorki meira né minna en þriggja mánaða! Hún lék – ef það má nú kalla það að leika, ungabarn í þáttunum “Days Of Our Lives” en móðir hennar í þáttunum var einmitt leikin af mömmu hennar. Mamma hennar var vön að taka hana með á allar tökur og þannig fékk hún mörg svona skemmtileg hlutverk. Lengi vel var hún líka aðal auglýsingastúlka K-mart. Hún gekk síðan í einkaskóla í LA en hætti öllu námi strax að honum loknum og hellti sér út í leiklistina. Hennar helstu myndir og þættir eru “Married…with children”, “Jesse” og “The Sweetest Thing”. Það er ekki hægt að segja að hún hafi þurft að hafa eitthvað mikið fyrir hlutunum, enda móðir hennar sem kom henni á framfæri í byrjun og pabbi hennar var einnig með svokölluð ‘sambönd’. Hún hefur núna leikið í fullt af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, og vonandi á afrekalistinn eftir að lengjast!
Filmography:
• Intense Action Adventure - Out in Fifty / A Gun, A Car, A Blonde (2003)
• View from the Top (2003)
• Wonderland (2003)
• Pure Action - Out In Fifty / True Blood 2 Pack (2002)
• The Sweetest Thing (2002)
• Just Visiting (2001)
• The Brutal Truth (1999)
• Out in Fifty (1999)
• Big Hit, The (1998)
• Kiss of Fire (1998)
• Mafia! (1998)
• Nowhere (1997)
• Mars Attacks! (1996)
• Vibrations (1995)
• Wild Bill (1995)
• Across the Moon (1994)
• Don't Tell Mom the Babysitter's Dead (1991)
• Streets (1990)
• Dance ‘Til Dawn (1988)
• Beatlemania (1981)
• Jaws of Satan (1981)
Og að lokum er hér skemmtileg tilvitnun:
“But men and women, getting along, it’s a joke. We have completely different brains, it's a completely different thing.”
-Christina Applegate
Takk fyrir ;p