Seeeeelma Blair !!! Well! Hér er ég þá komin aftur fyrir framan lyklaborðið, ákveðin í að skrifa skemmtilega grein handa ykkur. Strax í byrjun ákvað ég að veita ykkur innsýn í líf minna uppáhalds leikkvenna. Nú þegar eru komnar tvær greinar, með þeim Ashley Judd og Minnie Driver. En nú, hugarar góðir, held ég bara að röðin sé komin að henni Selmu Blair.



Fullt nafn: Selma Blair Beitner

Selma Blair fæddist þann 23. júní árið 1972, í Southfield, Michigan. Það gerir hana nákvæmlega 30 ára. Í æsku var hennar æðsti draumur alltaf að verða ljósmyndari. Hún er gyðingur og gekk í hebreskan skóla. Hebreska nafn hennar er Batsheva. Það var ekki fyrr en hún var orðin um 16 ára, að hún uppgötvaði að hennar framtíð lægi í leiklistinni. Því fór hún til New York og lærði leiklist í þeim fræga og vinsæla ‘Stella Adler Acting School’. Hún útskrifaðist aldrei úr skólanum, heldur kom útsendari í einn tíma hennar og þá hóf hún feril sinn í alls kyns gesta – og minniháttar hlutverkum. Árið 1997 lék hún smáhlutverk í “In & Out” og “Arresting Gena”. Einnig lék hún eitthvað smávegis í “Strong Island Boys”. Seinna sama ár fór nú að bera aðeins meira á henni og hún lék í gamanþáttunum “Getting Personal”. Í þeim átti hún reyndar að fá aðalhlutverkið en var síðan rekin út af einhverjum ástæðum. Einnig fór hún með gestahlutverk í “Promised Land”. Árið 1998 lék hún í “No Laughing Matter” og fór með stórt hlutverk í unglingaþáttunum “Can’t Hardly Wait”. Eftir langa bið fékk hún loks sitt fyrsta aðalhlutverk, í spennutryllinum “Brown’s Requiern”. Stuttu eftir þessa mynd lék hún í þáttunum “Zoe, Duncan, Jack & Jane”, þar sem hún fór með hlutverk Zoe. Eftir þetta gekk nú bara allt eins og í sögu hjá henni og hún lék í myndunum “Cruel Intentions”, “Les Liaisons Dangereuses”, sem m.a. Ryan Phillippe og Sarah Michelle Gellar léku í, og “Girl”. Núna er ég komin fram á árið 2001, en þá lék hún einmitt í myndinni “Legally Blonde”, sem vægast sagt sló í gegn og varð til þess að hún varð endanlega fræg. Og að lokum, á þessu ári hefur hún leikið í “A Guy Thing”.


Staðreyndasúpa:


Í æsku fannst henni eftirnafn sitt svo ljótt að hún byrjaði bara að kalla sig Selmu Blair.

Hún er í krabbanum.

Hún er 163 cm.

Hún sótti um hlutverk Buffy í þáttunum Buffy the Vampire Slayer, en var því miður neitað.

Hún er með leikaranum Jason Schwartzman, sem hefur t.d. farið með gestahlutverk í þáttunum “Get Real”, “Freaks and Geeks” og “Sabrina, the Teenage Witch”. Einnig samdi hann og söng lagið ‘California’ í myndinni “Orange County”.

Hún hefur komið fram í hinum geysivinsælu þáttum “Friends” og lék einnig í “Scream 2”.


Filmography:

Hellboy (2004) - í tökum
Coast to Coast (2003) - í tökum
Hating Her (2003) - í tökum
Dallas and Rusty (2003) - í tökum

A Guy Thing (2003)
The Sweetest Thing (2002)
Highway (2001)
Legally Blonde (2001)
Storytelling (2001)
Kill Me Later (2001)
Down to You (2000)
Amazon High (1999)
Cruel Intentions (1999)
“Zoe, Duncan, Jack & Jane” (1999)
Brown's Requiem (1998
Debutante (1998)
Can't Hardly Wait (1998)
Girl (1998) …. Darcy
No Laughing Matter (1998
Arresting Gena (1997)
Gone Again (1997)
Strong Island Boys (1997)
Two in the Morning (1997
Scream 2 (1997)
In & Out (1997