Taryn Manning hefur vakið athygli mína að undanförnu þar sem ég hef verið að horfa á Crazy/beautiful aftur og aftur síðustu vikur. Þar lék hún vinkonu Nicole (Kirsten Dunst), Maddy.
Hún fæddist þann 6. nóvember 1978 í Tucson, Arizona þar sem hún æfði íþróttir, alveg frá línuskautum til karate. Þegar fjölskylda hennar flutti til Cardiff í Kaliforníu, færði stelpan sig í Orange County High School og aðalgrein hennar þar voru listir. Þar lærðu hún dans, söng og leiklist. Eftir að hún útskrifaðist var leiðin auðvitað bara til Hollywood til að „meika“ það. Þar lék hún í auglýsingum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Kannski muna einhver ykkar eftir henni í sjónvarpsþáttunum „Get Real“ en þar lék hún nágranna aðalpersónanna. Má nefna að Anne Hathaway lék aðalhlutverk í þeim þáttum. Aðrir þættir sem hún hefur leikið í eru t.d. The Practice, Popular og NYPD Blue.
Ekki má síðan gleyma Britney Spears „hittaranum“ hehemm, eða ekki „hittaranum“ Crossroads. Þar lék hún eina af bestu vinkonum Britney Spears.
Það er allt að gerast hjá henni Taryn því hún og bróðir hennar Kellin, eru í hljómsveit sem kallast Boomkat. Fyrst átti hún bara að heita Kat en Boom var bætt við svona til að fá meiri athygli ;) Taryn sér um söng en bróðir hennar sér um allt annað. Þetta er svona blanda af hip-hop og raftónlist.
Nú býr Taryn í Los Angeles.
Kvikmyndirnar:
Cold Mountain (2003)
8 Mile (2002)
Crossroads (2002)
White Oleander (2002)
Crazy/beautiful (2001)
„When I was 16, I started to go once a week to this acting class in Burbank. The class had Kirsten Dunst, Leelee Sobieski, Erika Christensen, me - all these young actresses who were nobody at the time, except for Kirsten.“