Seann William Scott
Þessi leikari hefur svo sannarlega ekki farið fram hjá okkur. Hann leikur snilldarlega í grínmyndum og man ég þá best eftir honum í Dude, Where’s My Car? og American Pie. En allavega ég ætla að segja ykkur aðeins frá drengnum og vonandi er það eitthvað áhugavert!
Seann William Scott (já með tveimur N-um) fæddist í litlum bæ í Cottage Grove, Minnesota, USA þann 3. október 1976. Mamma hans, Pat og pabbi hans, Bill er skyld eins og stendur en áður en þau giftust áttu þau bæði þrjú börn frá fyrri hjónaböndum. Seann var semsagt sá sjöundi í röðinni. Hann gekk í Park High School og var kosinn vingjarnlegasti strákurinn og var heimkomukóngurinn á síðasta skóladansleiknum í skólanum hans. Hljómar svolítið fáránlega en á ensku er þetta „homecoming king“ eða „prom king.“ Já, Seann sótti mikið í íþróttirnar og spilaði ruðning með skólaliðinu.
Árið 1996 útskrifaðist Seann snemma og stefndi til Kaliforníu til að fylgja draumnum um að verða leikari. Hann hafði aldrei leikið í leikriti en hann elskaði kvikmyndir. Hann vildi fá fólk til að líða eins og honum þegar hann horfir á kvikmyndir. Þegar hann kom til Los Angeles, prufaði hann fyrir ýmis hlutverk. Hann reyndi að fá hlutverk í Baywatch, ásamt öðrum hlutum en fékk ekkert hlutverk. Hann hafði hreim þegar hann flutti frá heimili sínu og það var oft ástæðan fyrir því að hann fékk ekki hlutverk, en hann reyndi að bæta það þegar hann talaði.
Eftir að hann lék í American Pie þá vann hann sem leikfimiskennari og á pizzustað þar sem hann vann sem gestgjafi. Svo lagaði hann klósett á lögfræðiskrifstofu, vann í dýragarði og í birgðargeymslu þegar hann vann sem pípari.
Um tíma, þegar hann fékk hlutverk í sjónvarpsþáttaseríunni Sweet Valley High þá fór hann að fá hlutverk! Hann lék ruðningskappa í myndbandi Aerosmith, Hole in My Soul og sjónvarpsþættinum, Unhappily Ever Afer og auglýsingum. Hann var kom einnig fram í myndinni Born into Exile.
Þegar hann prufaði fyrir American Pie, Weitz bræðurnir, sem leikstýrðu og framleiddu myndina sáu leikhæfileika hjá Seann. Hann fékk einnig að koma með hugmyndir hvernig persóna Seann ætti að vera. Hann var aldrei viss um að leiklist myndi heppnast hjá honum en þá fékk hann hlutverk í Final Destination, sem breytti áliti hans um framtíðaráætlanir! Önnur hlutverk eins og í stuttmyndinni Switch. Seann býr um þessar mundir í Los Angeles með kettinum sínum, Choneez.
Kvikmyndirnar:
Born into Exile (1997) sem Derek
American Pie (1999) sem Steve Stifler
Final Destination (2000) sem Billy Hitchcock
Road Trip (2000) sem E.L
Dude, Where's my Car? (2000) sem Chester Greenburg
Evolution (2001) sem Wayne Grey
American Pie 2 (2001) sem Steve Stifler
Jay and Silent Bob Strike Back (2001) sem Brent
Stark Raving Mad (2002 US) sem Ben Mc Gowen
Bulletproof Monk (2002 US) sem Kar
Helldorado (2003 US) sem TBA