Það er svolítið langt síðan ég sendi inn grein síðast. Hef verið svolítið upptekin upp á síðkastið en nú er ég mætt aftur og ætla að skrifa grein um leikkonuna ungu Alexis Bledel. Hún í sjónvarpsþáttunum Gilmore Girls sem eru sýndir á þriðjudögum í Sjónvarpinu og fannst mér hún standa sig vel.
Hún fæddist þann 16. september 1982 í Houston, Texas. Þegar hún var 8 ára þá hvöttu foreldrar hennar hana til þess að taka þátt í leiksýningum í Houston. Þar tók hún t.d. þátt í leikritum eins og Okkar bær, Galdrakarlinn frá Oz og Aladdín. Þá gekk hún í St. Mark's Lutheran Middle School.
Þegar Alexis var á gangi í einni verlsunarmiðstöð þá kom til hennar maður (Michael Flutie) og bauð henni að vera fyrirsæta. Hún þáði það og gekk mjög vel. Hún ferðaðist m.a. til Tokyo og Milan.
Þegar Alexis lauk grunnskólanámi við einkaskóla í Houston þá flutti hún til New York. Þar kláraði hún eitt ár í kvikmyndagerð. Í gegnum umboðsskrifstofuna hennar í Houston þá hitti hún núverandi umboðsmann sinn. Hann fór að senda hana í alls kins áheyrnarpróf á meðan hún var enn þá á fullu í fyrirsætustarfinu og í leiklistartímum.
Stóra tækifærið hennar Alexis var þegar hún var send í prufu í New York fyrir þáttinn Gilmore Girls. Myndbandið hennar var sent til Los Angeles og framleiðendurnir bókstaflega elskuðu hana og hún var send beint til L.A. til að prófa. En þá hafði hún aldrei leikið neitt í sjónvarpi fyrir utan tilkynningu á móti drykkju unglinga. Fyrsti þáttur af Gilmore Girls var sýndur í 5. október 2000 í Bandaríkjunum.
Alexis hefur ýmis áhugamál t.d. skriftir, lestur, ljósmyndun, fara í bíó eða vera með fjölskyldu sinni. Hún á einn yngri bróður. Hún hefur líka sagt að hún sé mjög léleg í íþróttum. En í sambandi við tónlist, þá sagði hún í viðtali að uppáhalds hljómsveitirnar hennar væru Incubus og Radiohead. Uppáhalds bókin hennar er Cat's Cradle eftir Kurt Vonnegut og uppáhalds sjónvarpsþættirnir hennar eru Ed og That 70’ Show.
En myndirnar sem hún hefur leikið í eru Tuck Everlasting árið 2002 og Rushmore 1998.
Slúður: Ég veit ekkert hvort þetta er satt en sagt hefur að Alexis sé með Chad Michael Murrey (Dawson’s Creek.) Getur vel verið að þetta sé lygi en þau léku saman í Gilmore Girls.
TAKK FYRIR MIG OG GO ALEXIS! (Jamm… whatever)