Colin Farrell
Ég skellti mér í bíó í gær (Smárabíó) og ætlaði að sjá myndina DareDevil. Jú, ekki var hún af verri endanum því hún var bara mjög góð. Ég sé sko ekki eftir því að hafa farið á hana. En jú, áður en ég fór inn í sal (sal 1) þá svona var maður aðeins að lýta í kringum sig og sá allskonar auglýsingar fyrir væntanlegar myndir. Á veggnum var t.d. auglýsing fyrir Phone Booth og aðrar myndir. En ekki var nóg með það en allstaðar sá ég nafnið Colin Farrel. Ég hef ekki beint tekið mikið eftir honum í kvikmyndabransanum en hann er greinilega kominn á réttan veg því hann leikur í þremur myndum sem er verið að sýna núna og er verið að fara sýna. Og má þá nefna Phone Booth, The Recruit og DareDevil.
Svo fór ég og sá DareDevil og lék þar Colin gaur sem var kallaður Bullseye því hann hitti alltaf hvert sem hann miðaði. Ekki ætla ég að segja meira frá myndinni því ég vil ekki skemma fyrir neinum. Verð bara segja að þessi mynd er virkilega góð.
En svo aftur að Colin, þá aflaði ég mér nokkurra upplýsinga um manninn og vil endilega deila þeim með ykkur.
Nafn: Colin Farrell
Fæddist: 31. mars 1976.
Aldur: 26 ára. 27 á þessu ári.
Fæðingarstaður: Castleknock, Dublin, Írlandi.
Augnalitur: Brúnn.
Starf: Leikari.
Fyrrv. eiginkona: Amelia Warner, leikkona (giftust í júlí 2001 og skildu seinna á sama ári.)
Mamma: Rita Farrell.
Pabbi: Eamon Farrell, fyrrv. knattspyrnumaður á Írlandi.
Systkini: Eamon, Catherine og Claudine (aðstðarmaður hans.)
Frændi: Jim Farrell, fyrrv. knattspyrnumaður á Írlandi.
Þegar Colin var unglingur ætlaði hann að vera atvinnumaður í fótbolta á Írlandi.
Hann reykir Camel Lights (oj bara.)
Menntun: Fór í Gaiety Drama School í Dublin en hætti til þess að leika Danny Byrne í þáttunum Ballykissangel sem voru sýndir á BBC.
Kvikmyndir:
Intermission (2003)
S.W.A.T (2003)
Intermission (2003)
Phone Booth (2003)
Daredevil (2003)
The Recruit (2003)
Minority Report (2002)
Hart's War (2002)
American Outlaws (2001)
Tigerland (2000)
Ordinary Decent Criminal(2000)
War Zone (1998)
Falling For A Dancer (1998)