Ég er í Kanada og það er búið að sýna 4 þætti um hann nýlega og eru það eftirfarandi:
1. Fyrst var viðtalið sem Bashir gerði, “Living with Michael Jackson”
http://abcnews.go.com/sections/2020/DailyNew s/michael_jackson_doc_030206.html
2. Strax á eftir viðtalinu var klukkutíma þáttur um andlitið á honum og lýtaaðgerðirnar, “Primetime”
http://abcnews.go.com/sections/primetime /DailyNews/jackson_face_030208.html
3. Svo var Dateline með þátt um hann ca. viku seinna
http://www.msnbc.com/news/872643.asp?0si=-&cp1= 1
4. Loks var sýndur þáttur sem gagnrýnir nr. 1, “Michael Jackson - Take two”
http://abcnews.go.com/sections/GMA/Entertainment /GMA030220Michael_jackson_rebuttal.html
Alla vega, það sem ég hef úr þessum þáttum þá fannst mér nr. 3 lang merkilegastur. Þeir töluðu bæði við vini MJ, lýtalækni sem var með stofu með lækni sem var lýtalæknir MJ frá ‘94-’97, frænda stráksins sem kærði meinta misnotkun '93 og lögreglumann sem rannsakaði það mál.
Lýtalæknirinn sagði að MJ hefði komið á stofuna á 6-8 vikna fresti til að láta laga hitt og þetta OG að hann hefði minnst á það við lækninn hans að hann ætti að fara að hætta þessu áður en hann færi yfir strikið og læknirinn hans hafði sagt “Þetta er það sem hann vill”. Hann sigtaði á að MJ hefði farið í ca. 50 lýtaaðgerðir.
Frændi stráksins sem kærði sagði svo sem ekkert merkilegt en rannsóknarlöggan sagði heilan helling. Þessi lögga er búinn að vinna við að rannsaka svona mál í nokkra áratugi og veit alveg hvað hann er að gera. Hann sagði að hann hefði oftar en einu sinni talað við börn sem hefðu verið að ljúga eða verið sagt hvað þau ættu að segja og hann sagði að hann fékk ekki þá tilfinningu frá þessum strák, þvert á móti fannst honum strákurinn mjög trúverðugur. Strákurinn lýsti m.a. líkama og kynfærum MJ og var hann boðaður í myndatöku á lögreglustöðinni þar sem gengið var úr skugga um að lýsingarnar pössuðu (ok, þeir sváfu kannski ekki bara í sama rúmi heldur fóru saman í bað líka með gúmmíöndina). Það voru 2 aðrir strákar sem löggan talaði við sem sögðu að MJ hefði káfað á þeim. Það var leitað á Neverland og fannst bók með myndum að nöktum börnum sem reyndar flokkaðist ekki undir barnaklám og því ekki ólöglegt að eiga. Á Neverland fannst líka viðvörunarkerfi sem var einungis tengt við langan gang sem lá inn í svefnherbergi MJ og myndi láta hann vita ef einhver væri á leiðinni þangað inn. Þetta var ekki þjófavarnarkerfi fyrir húsið eða neitt slíkt og ekki tengt við neitt annað kerfi. Málið strandaði á því að saksóknari taldi ekki nægar sannanir til að kæra í málinu. Löggan var ennþá með það í rannsókn þegar strákurinn höfðar einkamál gegn MJ uppá skaðabætur og MJ semur frekar en að sanna sakleysi sitt. Strákurinn dró aldrei sögu sína til baka eftir því sem löggan sagði heldur einungis sagði að hann myndi ekki fylgja málinu eftir. Hægt er að sjá ásakanir stráksa á
http://www.thesmokinggun.com/archive/mjdec1.htmlÞað var líka talað við einhvern annan náunga sem sagði að MJ hefði sjálfur orðið valdur að því að miklu leyti hvernig er talað um hann í fjölmiðlum því hann gerði í því að vera skrítinn til að auka frægð sína og t.d. var fullyrt að sagan um að hann svæfi í súrefnistjaldi hefði verið send út frá hans herbúðum ásamt myndum til að vekja athygli á honum.
4. var svo þáttur sem MJ lét gera til að hrekja nr. 1 og kom í rauninni ekkert svo mikið fram. Það var margoft tekið fram að MJ hefði ekki stýrt þessum þætti en það var samt bara talað við fjölskyldu hans og vini þannig að ef hinn þátturinn var hlutdrægur, þá var þessi það líka, bara í hina áttina.
Það var reyndar minnst á að hann hefði orðið að fara í lýtaaðgerðir vegna bruna sem hann lenti í þegar hann var að gera pepsi auglýsingu en ég man eftir þessum bruna og myndunum þegar hann var borinn út brosandi og veifandi og myndum af honum á spítalanum að hughreysta aðra brunasjúklinga og hann brenndist nefnilega ekki í andliti. Það kviknaði í hárinu á honum og hann brenndist ofan á höfðinu. Það er greinilegt ef maður horfir á myndir af honum að hann hefur farið í fleiri en 2 lýtaaðgerðir. Ef hann vildi ekki ræða það, af hverju sagði hann þá ekki bara að hann vildi ekki ræða það frekar en að ljúga svona augljóst? Maðurinn er svo strekktur í andliti að hann getur varla talað. Og þá fyrst hann er búinn að ljúga um þetta, af hverju ættum við þá að trúa einhverju öðru sem hann segir?