Colin Hanks Myndina Orange County sá ég ekki alls fyrir löngu og sá þá leikarann Colin Hanks. Hann lék aðalhlutverkið, rithöfundinn Shaun Brumder sem var að reyna komast í ákveðinn háskóla en komu upp ýmis vandamál og get ég ekki annað sagt en að þessi mynd var bara nokkuð góð. Þessi leikari er ansi áhugaverður (að mínu mati) vegna þess að hann er sonur stórleikarans Tom Hanks. Nú er spurningin, er hann frægur út af því að hann hefur leikhæfileika eða bara af því hann er sonur Tom? Ja, ég get nú ekki svarað því alveg en sýnist mér eins og hann sé að reyna verða frægur „on his own“ eins og maður segir. Fyrsta myndin hans var Apollo 13 sem var gerð árið 1995 en þar lék hann bara lítið hlutverk. Sá ég myndina um daginn og þá tók ég alveg eftir hún í tveimur til þremur atriðum eða svo. En aðalnúmerið hans var svo myndin Roswell þar sem hann lék aðalhlutverkið og fékk mikla athygli. Reyndar þegar hann fór í prufu fyrir hlutverk í That Thing You Do þá notaði hann annað nafn svo enginn myndi vita að hann væri sonur Tom Hanks. Þannig hann reyndi svolítið að verða frægur án pabba síns ;)

Colin er rétt búinn að leika í fimm myndum en nýjasta myndin hans heitir 11:14. Ég veit ekki hvort hlutverkið hans er stórt eða ekki en myndin kemur út á þessu ári. Eina sem ég veit er að hann mun leika með leikkonunum Hilary Swank sem hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna (að ég held) og Rachael Leigh Cook (She’s All That, AntiTrust.)

Colin er fæddur þann 24. nóvember 1977 í Sacramento, Kaliforníu, USA. Hann er semsagt 25 ára og verður 26 ára á þessu ári.

Nokkrar staðreyndir:

* Hann á yngri systur sem heitir Elizabeth Hanks.
* Mamma hans heitir Samantha Lewes.
* Fór í háskólann Loyola Marymount University í Los Angeles og lærði leiklist.
* Hann á hund sem heitir Taz.
* Hann á tvo hálfbræður, Chester (f. 1990) og Truman (f. 1995.)

1. 11:14 (2003)
2. Orange County (2002) …. Shaun Brumder
3. \“Band of Brothers\” (2001) (mini) Sjónvarpsþættir…. 2nd Lt. Henry Jones (kom fram í þætti nr. 8)
4. Get Over It (2001) …. Felix Woods
5. Whatever It Takes (2000) …. Cosmo
6. \“Roswell\” (1999) Sjónvarpsþættir …. Alex Whitman (1999-2001)
7. That Thing You Do! (1996) …. Male Page

Ég efast ekki um að Colin mun gera það gott í framtíðinni og við munum trúlega sjá hann í mörgum kvikmyndum næstu árin.

Já, þetta er allt sem ég veit um strákinn í augnablikinu þannig við látum þetta gott heita ;)