Ewan McGregor !!! Ewan McGregor er leikari sem flestir sjónvarps - og kvikmyndaunnendur ættu að kannast vel við. Það er alltaf gaman að horfa á hann enda hefur hann magnaða hæfileika og kemur manni sífellt á óvart! Þrátt fyrir þetta er ég ekkert svo viss um að þið vitið allt um hann. Hverjir geta t.d. sagt mér hvenær hann á afmæli, hvað konan hans heitir eða hver er uppáhalds litur hans?!?

Ég bjóst við því, ekki margir! En verið ekki fúl, því núna fáið ÞIÐ að vita allt um hann…! Grípið tækifærið, njótið andartaksins, eyðið 2-10 mínútum í að færast þessum metnaðarfulla leikara nær!
_________________________________________________ __________________

26 funheitar staðreyndir um Ewan McGregor!

Fullt nafn: Ewan Gordon McGregor
Þjóðerni: Skoti
Aldur: 32 ára!
Kyn: KK
Hæð: 5'9“
Fæðingardagur: 31. mars 1971
Fæðingarstaður: Crieff, Skotland
Foreldrar: Kennarar!
Eiginkona: Eve Mouvrakis, frönsk. Gift síðan 1995
Börn: Clara
Heimili: London
Fyrirmynd: Denis Lawson, frændi hans. Lék í Star Wars fyrir löngu!
Hetja: Jimmy Stewart
Uppáhalds hljómsveit: Oasis
Uppáhalds litur: Svartur
Uppáhalds matur: Kínverskur eða bara allur maturinn hjá konunni
Uppáhalds land: Skotland
Uppáhalds staður: Perthshire
Uppáhalds leikari: Fyrir utan hann sjálfan er það Samuel L. Jackson
Uppáhalds leikona: Getur ekki valið úr!!!
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: ER = Bráðavaktin
Íþrótt: Enski boltinn
Lið í enska boltanum: Chelsea
Farartæki: Mótórhjól. Hann bókstaflega elskar mótórhjól og það flottasta sem hann á er ítalskt og kostaði rúmlega 21 þúsund dollara! 1 dollari = ca. 78 krónur!
Elskar að: Sjá sjálfan sig í sjónvarpinu. Hann trúir ekki ennþá hvað hann hefur komist langt. Elskar að vera leikari og elskar að vera til
Þekktastur fyrir: Leik sinn sinn í Star Wars, en þar lék hann Obi-Wan Kenobi


Sagan:

Ewan fór 16 ára að heiman til að leika í leikhúsi í Skotlandi og fór síðan fljótt í leiklistarskóla í London. Árið 1993 fór hann að vekja meiri athygli á sér og hreppti hlutverk í sjónvarpsþáttum, Lipstick on your Collar. Eftir það lék hann í myndinni Being Human með Robin Williams. Næsta mynd var stærsta skref hans í átt frægðinni, myndin Shallow Grave, en hún var einmitt tekin upp í Skotlandi. Eftir þessa mynd gekk honum vel að fá hlutverk og var orðinn, ja..bara frægur! Hann var og er samt svona anti-Hollywoodisti og vildi alls ekki flytja til Bandaríkjanna, neitaði jafnvel að leika í fullt myndum vegna þessa. Hann var bara venjulegur strákur sem hafði gaman af að leika og lifa lífinu - eins og venjulega fólk gerir. Því næst sló hann í gegn í Trainspotting og svo í Star Wars.
Svo má auðvitað ekki gleyma Moulin Rouge!!!

Hér koma svo allar myndirnar:


• Down with Love (2003)

• Star Wars Episodes I & II 2-Pack (2002)

• Star Wars: Attack of the Clones: The IMAX Experience (2002)

• Star Wars: Episode II - Attack of the Clones (2002)

• The Yards/Nightwatch (2002)

• Black Hawk Down (2001)

• Moulin Rouge (2001)

• Nora (2001)

• Eye of the Beholder (2000)

• Nora (2000)

• Rogue Trader (1999)

• Star Wars: Episode I - The Phantom Menace (1999)

• Little Voice (1998)

• Nightwatch (1998)

• Velvet Goldmine (1998)

• Brassed Off (1997)

• A Life Less Ordinary (1997)

• The Pillow Book (1997)

• The Serpent's Kiss (1997)

• Emma (1996)

• Trainspotting (1996)

• Blue Juice (1995)

• Shallow Grave (1995)

• Being Human (1993)


Og sjónvarpsþættirnir:

• Artoo-Detoo: Beneath the Dome (2001)

• The Record Breaker (1999)

• The Bears Facts (1998)

• ER ”The Long Way Around" (1997)

• Karoke (1996)

• Tales From the Crypt (1995)

• Kavannagh QC (1995)

• Doggin' Around (1994)

• Scarlet and Black (1993)

• Lipstick on Your Collar (1993)