Mena Suvari Mena Suvari

Ég var að horfa á American Pie í gær (svo langt síðan ég hef séð hana) og mundi þá eftir þessari leikkonu. Ég vissi aldrei hvað hún hét eða neitt, hafði bara séð hana í nokkrum unglingamyndum, t.d. American Pie og Loser. Það sem er svolítið skondið að Jason Biggs lék með henni í báðum myndunum. Reyndar hef ég ekkert heyrt um hvort þau séu eitthvað að dúlla sér saman en það er annað mál. Ég fór og kynnti mér aðeins þessa leikkonu. Og hér koma niðurstöðurnar.

Fullt nafn: Mena Adrienne Suvari (fyrsta nafnið er komið frá guðmóður hennar en hún fékk nafnið frá Egyptsku hóteli. Svo er nafnið sagt „Mína“ og seinna nafnið Suvari er frá Eistlandi)
Fæddist: 9. febrúar 1979 í Newport, Rhode Island, USA.
Aldur: 24 ára.
Menntun: Útskrifaðist úr Providence High School, Burbank, Kaliforníu.
Hæð: 5’4” eða 160 cm.
Háralitur: Rauður (er með það litað hér á myndinni.)
Augnalitur: Blár.
Fjölskylda: Hún á þrjá eldri bræður (Sulev, AJ and Yuri) og tveir þeirra eru í hernum. Mamma hennar (Candice Suvari) er hjúkrunarkona og pabbi hennar (Ando Suvari) er geðlæknir.
Eiginmaður: Robert Brinkman sem er 38 ára (giftust í mars 2000.)

Mena fór fyrst að leika þegar hún var 13 ára. Þá lék hún í auglýsingu fyrir Rice -a- Roni. Fyrsta myndi hennar var Nowhere en það var árið 1997, þegar hún var 18 ára. Í annarri mynd hennar lék hún á móti Ashley Judd en hún varð ekki mjög vinsæl. Svo fór allt að rúlla þegar hún lék í The Rage: Carrie 2 þar sem hún lék stelpu í sjálfsmorðhugleiðingum og stekkur á endanum af þakinu á skólanum sínum. Eftir það fékk hún loksins almennileg hlutverk og hefur orðið nokkuð fræg og á örugglega eftir að vera enn frægari.

Uppáhalds:
-matur: Indverskur matur.
-tónlist: Teknó.
-áhugamál: Mála og teikna.

Myndirnar:

Spun (2003)
Sonny (2002)
American Pie 2 (2001)
The Musketeer (2001)
Sugar and Spice (2001)
American Virgin (2000)
Loser (2000)
American Beauty (1999)
American Pie (1999)
Atomic Train (1999)
The Rage: Carrie 2 (1999)
Nowhere (1997)