Jay Hernandez ;) Jay Hernandez er algjör gullmoli og mikið kvennagull! Ég rakst á mynd af honum á netinu áðan og mundi þá eftir honum í Crazy/Beautiful og langaði að vita aðeins meira um hann.


Fullt nafn: Javier Hernandez
Fæðingardagur: 20. febrúar 1978 (25 ára)
Fæðingarstaður: Montebello, Kalifornía
Þjóðerni: Amerísk-Mexíkanskur
Áhugamál: Íþróttir og lestur
Systkini: Tveir eldri bræður, Michael og Gabriel, og ein yngri systir, Amelia.

*Hann ólst upp í Montebello og býr þar enn, á heimili foreldra sinna.

Sagan:

Eins og svo margir aðrir leikarar ætlaði Jay sér aldrei að verða neitt annað en venjulegur strákur. En einn góðan veðurdag breyttist líf hans algjörlega. Hann var með fjölskyldu sinni í lyftu, þegar roskinn maður gengur inn. Þau fara niður um fjórar hæðir og þessi maður glápir í sífellu á Jay. Á annarri hæð fer hann út en Hernandez fjölskyldan ætlaði sér niður á fyrstu hæð. Maðurinn gengur út en snýr svo við þegar dyrnar eru að fara að lokast. Hann gengur þá að Jay og spyr hann hvort hann hafi aldrei hugsað sér að gerast módel eða jafnvel leikari. Hann réttir honum nafnspjald og biður hann að hafa samband ef hann hafi áhuga. Tveimur vikum síðar pínir mamma hans hann til að hringja og hann fékk strax mjög jákvætt svar.

Frumraunin:

Eftir að hafa haft samband við manninn, hafði maðurinn samband við aðra menn og loks fékk hann hlutverk í Hang Time sem voru vinsælir þættir á NBC árið 1998. Síðan færði hann sig yfir á MTV og lék í vinsælum þáttum kallaðir Undressed. Hann vakti þarna mikla athygli vegna útlitisins og í ljós kom að hann hafði bara mjög mikla leiklistarhæfileika!

Hér koma svo kvikmyndirnar sem Jay hefur leikið í:

The Rookie - lék Joaquin “Whack” Campos (2002)
Joy Ride - lék Marine Daniels (2002)
crazy / beautiful - lék Carlos Nuñez (2001)
Living the Life - lék Kikicho (2000)
Finding Forrester - (2000) - aðstoðaði Danny Wolf (behind-the-camera)