Ég er búin að vera dugleg við að senda inn greinar á þetta áhugamál og á voandi eftir að halda því áfram en ég ætla að skrifa grein um Nicole Kidman ;)
Nicole Kidman fæddist þann 20 Júní árið 1967 í Honolulu á Hawaii en flutti eftir stuttan tíma til Ástralíu. Pabbi hennar, Antony er rithöfundur en kennir líka í háskólum sálfræði og lífefnafræði. Móðir hennar, Janelle er hjúkrunarfræðingur og gefur einnig út bækurnar sem faðir Nicole gefur út. Nicole byrjaði í ballet þegar hún var þriggja ára og þegar hún var um 8 ára sótti hún kennslustundir í látbragðsleik. Nicole hefur alltaf verið stór og þegar hún var 13 ára var hún 5´9 á hæð (veit ekki alveg hvað þetta þýðir).
Árið 1990 giftist hún Tom Cruse en voru þau eitt frægasta par hollywood og skilnaður þeirra líka örugglega einn sá umtalaðasti en þau skildu árið 2001. Tom og Nicole eiga saman tvö börn sem þau ættleiddu saman og heita Connor og Isabella.
Þegar Nicole var 14 ára eða árið 1983 lék hún í sinni fyrstu mynd sem heitir Bush Christmas og er sjónvarpsmynd sem fjallar um krakka sem safnast saman til að finna stolnu hestana þeirra.
Síðan þá hefur Nicole leikið í mörgum myndum og er listi yfir þær helstu hér.
Birthday Girl (2002)
The Hours (2002)
Moulin Rouge (2001)
The Others (2001)
Eyes Wide Shut (1999)
Practical Magic (1998)
The Peacemaker (1997)
The Portrait of a Lady (1996)
Batman Forever (1995)
To Die For (1995)
Flirting (1993)
Malice (1993)
My Life (1993)
Far and Away (1992)
Billy Bathgate (1991)
Days of Thunder (1990)
Dead Calm (1988)
Nightmaster (1988)
Windrider (1986)
BMX Bandits (1983)
Prince and the Great Race (1983)
Archer's Adventure ( man ekki hvaða ár! )
Með kveðju Hallat