Charlie Hunnam
Þið munið kannski eftir honum í þáttunum Undeclared, sem voru sýndir á Stöð 2 á síðasta ári (held ég). Þar lék hann Lloyd Haythe, breska kvennagullið. Nú hefur hann verið að leika á fullu og nýjasta mynd hans heitir Cold Mountain og kemur hún út á þessu ári. Áður en hann lék í Undeclared þá lék hann aðallega í sjónvarpsþáttum, eins og My Wonderful Life og What Happened to Harold Smith en þessir þættir hafa ekki verið sýndir á Íslandi, trúlega bara í Englandi.
Charlie fæddist þann 10. apríl 1980 í Newcastle, Englandi. Hann á fjóra bræður og er yngstur. Þegar hann var 9 ára þá lék hann í þáttunum Byker Grove sem voru sýndir árið 1989 en höfðu verið sýndir í mörg ár. En svo lék hann, eins og ég sagði áðan í mörgun þáttum og sjálfstæðum myndum sem urðu ekki frægar. En svo þegar hann lék í myndinni Abandon með Katie Holmes árið 2002 þá fór eiginlega allt í gang. Eftir það lék hann í Nicholas Nikleby sama ár.
Hér koma myndir og þættir sem hann hefur leikið í:
Cold Mountain (2003)
Nicholas Nickleby (2002) …. Nicholas Nickleby
Abandon (2002) …. Embry Larkin
“Undeclared” (2001) TV …. Lloyd Haythe
“Queer as Folk 2” (2000) (mini) TV …. Nathan Maloney
“My Wonderful Life” (1997) TV …. Wes (1999)
Whatever Happened to Harold Smith? (1999) …. Daz
“Queer as Folk” (1999) TV …. Nathan Maloney
“Microsoap” (1998) TV
“Byker Grove” (1989) TV