Það þekkja nú allir þessa æðislegu leikkonu sem er gift leikaranum Michael Douglas. Hún var tilnefnd til verðlauna á Golden Globe verðlaununum fyrir leik sinn í Chicago en því miður vann hún þau ekki. En allavega ætla ég að segja smá frá þessari leikkonu.

Nafn : Catherine Zeta Jones-Douglas
Fæðingardagur : 25 September árið 1969.
Fæðingarstaður : Mumbles, West Glamorgan.Lítill bær rétt hjá Swansea í Wales.
Hæð : 174 cm
Stjörnumerki : Vog

Fjölskylda

Eiginmaður: Michael Douglas, þau giftust 18 nóvember 2000
Sonur: Dylan. fæddist þann 8 ágúst árið 2000.
Pabbi: David, rekur nammi verksmiðju.
Mamma: Pat og er írsk, saumakona.
Bræður: Eldri bróðir hennar heitir David en yngri bróðir hennar heitir Lyndon.

Eins og ég sagði áður rekur pabbi hennar nammi verksmiðu og kannski hefur hún fengið doldið mikið nammi þegar hana hafði langað í :)
Hún byrjaði að dansa og syngja frá fjagra ára aldri og síðar þegar hún varð 11 byrjaði hún að leika og þegar hún var 13 lék hún í Bugsy Malone.
Þegar hún var 15 ára hætti hún í skóla og flutti til London frá Wales. Þegar hún var 17 fékk hún hlutverk í bresku þáttunum 42nd Street.
Næst var síðan Frakkland en hún snéri síðan aftur heim eftir ár og lék einungis í einni mynd í Frakklandi. Þegar hún snéri heim til sín aftur fékk hún hlutverk í þáttunum The Darling Buds of May og voru þeir mjög vinsælir í bretlandi og varð Catherine að verða fyrsta flokks stjarna þar.
Catherine flutti síðar til Hollywood í Ameríku.
Steven Spielberg sá Catherine þegar hún lék í einni sjónvarpsmynd, Titanic og fékk hana þá til að leika í myndinni The Mask of Zorro.

Hér eru kvikmyndir sem hún hefur leikið í..

Intolerable Cruelty (2003)
Sinbad: Legend of the Seven Seas (2003)
Chicago (2002)
America\'s Sweethearts (2001)
High Fidelity (2000)
Traffic (2000)
The Cinder Path (1999)
Entrapment (1999)
The Haunting (1999)
The Mask of Zorro (1998)
The Phantom (1996)
Blue Juice (1995)
Catherine the Great (1995)
The Return of the Native (1994)
The Darling Buds of May (1993)
Splitting Heirs (1993)
Christopher Columbus - The Discovery (1992)

Endilega segið meira um hana eða það sem ykkur finnst um hana.

Með kveðju Hallat