Claudia Schiffer Flestar greinar sem hafa verið sendar inn eru um leikara eða söngvara en ég ætla að skrifa grein um konu sem er vinnur ekki við þessi áðurnefndu störf heldur er hún heimsfrægt módel sem allir þekkja og heitir Claudia Schiffer.

Claudia fæddist þann 25 ágúst árið 1970 í Dusseldorf í Þýskalandi. Hún er með ljóst hár og blá augu.
Pabbi hennar heitir Heinz Schiffer og er lögfræðingur, mamma hennar heitir Gudrun Schiffer og er heimavinnandi. Claudia er elst fjagra systkina og á hún eina systur sem heitir Ann Carolin og bræður sem heita Stefan og hin Andreas.
Líka eins og flestir vita eignaðist hún strák fyrir stuttu og var það fyrsta barn hennar en langar henni að eignast fjölskyldu og er lítil sæt fjölskylda nú þegar komin :)
En eins og ég sagði áður er hún fyrirsæta í dag en hún vildi aldrei verða fyrirsæta þegar hún var ung, hana langaði að verða lögfræðingur og vinna á lögfræðiskrifstofunni hjá pabba sínum en svo varð ekki og var hún uppgötuð árið 1987 þegar hún fór með vinum sínum á næturklúbb til að skemmta sér.
Áhugamál Claudia eru að fara á hestbak, mála, spila tennis, lesa og dansa. Hún talar nokkur tungumál en þau eru þýska, franska og enska.

Ef þú villt senda henni bréf!!

Claudia Schiffer
5 Union Square #500
New York, NY 10003 USA

eða

Claudia Schiffer
Räuberstege 22
D-47495 Rheinberg Germany

En með kveðju Hallat