Það muna nú allir eftir Calistu Flockhart þegar hún lék Ally Mcbeal í samnefndum þáttum en þeir voru sýndir á stöð tvö en því miður er nú hætt að sýna þá :(
Ég horfði á Golden Globe í gær og sá hana og hún var alveg í frábærum kjól…örugglega með frábæran smekk.
En hvað með það ég ætla aðeins að skrifa smá grein um hana því þótt ég á mér margar uppáhaldsleikonur er hún meðal þeirra sem eru helst í uppáhaldi hjá mér.
Calista hefur nú upp á síðkastið ekki leikið í mörgum myndum en það er líka kannski af því hún hefur ekki fyrir löngu syrka ári eða tveimur árum ættleitt son. Það er kannski ekki það eina sem hefur verið að tefja hana við að leika í mörgum myndum upp á síðkastið því hún var lengi að leika í þáttunum Ally Mcbeal eins og ég nefndi áður í þessari grein.
Calista er núna komin með kærasta en eins og flestir vita er það leikarinn Harrison Ford en hann er ekkert unglamb miðað við hana en ég held nú að það sé í lagi ef þau eru ástfangin.
Calista er fædd 11 november árið 1964 eða eitthvað um það og er hún því um 39 á þessu ári.
Nafnið Calista þýðir fallegust og er hún skýrð eftir ömmu sinni sem hét Calista.
Hér eru fjölskyldan hennar Calistu…Kay Flockhart [mamma], Ronald Flockhart [pabbi] og Gary Flockhart [Bróðir]. Mamma hennar er Enskukennari og pabbi hennar, Ronald þurfti mikið að ferðast útaf vinnunni sinni og fóru þau með og ferðaðist Calista því mikið t.d. til Iowa, Minnesota, og New York.
Calista hefur farið í marga skóla og ætla ég að nefna nokkra eins og t.d. Shawnee High School, Medford, New Jersey og Rutgers University.
Hún hefur nú ekki leikið í mörgum myndum en hefur hún samt leikið í nokkrum og hér eru þær myndir sem hún hefur leikið í.
Things You Can Tell Just by Looking at Her (2001)
Bash (2000)
Jane Doe (1999)
A Midsummer Night's Dream (1999)
Milk and Money (1997)
Telling Lies In America (1997)
The Birdcage (1996)
Getting In (1994)
Með kveðju Hallat !!! ;)