Já, ég ætla að skrifa smá grein um Camerion Diaz sem mér finnst fín leikkona en ég get aldrei gleymt því þegar hún lék í kvikmyndinni There's Something About Mary.
Hún hefur nú samt leikið í fleiri góðum myndum t.d. Charlie's Angels sem hún lék í árið 2000 en þar lék hún með Drew Barrymoore og Lucy Liu.
Ef maður á síðan að nefna einhverjar persónur sem hún hefur talað fyrir í teiknimyndum þá er það shrek.
Camerion fæddist þann 30. Ágúst árið 1972 á Long Beach í Kalaforníu.
Foreldrar hennar heita Emilio (pabbi hennar) og Billie (mamma hennar). Camerion á síðan eina systur sem heitir Chimene.
Camerion heitir fullu nafni Camerion Diaz eins og hún er oftast kölluð en gælunafnið hennar er samt víst Cami.
Þegar hún var 16 ára hætti hún í skóla og varð módel. Hún ferðaðist mikið um í þessu starfi og meðal annars til Japan, Ástralíu og París. Þegar hún vann við þetta starf vann hún líka meðal annars fyrir coke og fleiri fyrirtæki.
Það var ekki fyrr en hún fór aftur til Kaliforníu þegar hún var 21 að hún fékk hlutverk í The Mask á móti Jim Carrey.
Eftir þetta komu fleiri myndir frá henni og þær eiga örugglega eftir að koma margar með henni í framtiðinni en myndir sem eiga eftir að koma með henni á þessu ári eru meðal annars ný mynd með Charlie's Angels, Charlie's Angels: Full Throttle sem á örugglega eftir að vera fín eins og hin myndin.
En allavega vonandi hafið þið ekki vitað þetta allt sem ég nefndi :)
Kv. Hallat