Jæja, nú skrifa ég enn aðra greinina. Ég hef verið ansi dugleg við þetta núna undanfarið og auðvitað held ég áfram ;) Ég keypti mér um daginn DVD myndina Princess Diaries. Hún er algjör unglingamynd og nokkuð góð að mínu mati. Framleidd af Disney og svona ;) Já, semsagt, ég kannaðist alveg við aðalleikkonuna í myndinni og þekkti hana strax úr sjónvarpsþáttunum Get Real sem voru sýndir á SkjáEinum. Þeir voru nú ágætir en oft aðeins og dramatískir. Samt fannst mér leikkonan alltaf góð en hún heitir því fræga nafni Anne Hathaway. Þetta nafn kemur úr Shakespeare og er mjög vel þekkt af þeim sem lesið hafa bækur eftir skáldið.
Jú, ég leitaði mér upplýsinga um þessa ungu leikkonu og varð ekki fyrir vonbrigðum. Hún er greinilega fyrirmyndar leikkona í alla staði þó hún sé aðeins á byrjunarreit. Spái ég því að við munum oft verða vör við þessa stúlku í kvikmyndum framtíðarinnar.
Semsagt, Anne Hathaway fæddist 12. nóvember 1982 í Brooklyn, New York, USA. Hún byrjaði að leika ung og lék í leikhúsi. Foreldrar hennar heita Gerald og Kate. Kate er söngkona og leikari. Svo á hún allavega einn bróður sem heitir Tom. Anne ólst upp í New Jersey og fór í háskólann Vassar College í Poughkeepsie, New York. Hún segir að ef hún verður ekki leikkona í framtíðinni (sem ég er viss um að hún verði) þá langar henni að vera próffesor í ensku eða sálfræðingur. Okey, er það proffalegt eða hvað? En henni hefur líka alltaf langað að syngja á Broadway.
Hún var fyrsti unglingurinn sem fékk að vera í leikhópi sem kallaðist The Barrow Group.
Uppáhalds
-bækur: Beloved eftir Tony Morrison og Bluebeard eftir Kurt Vonnegut.
-geisladiskar: Tori Amos – Little Earthquakes og Dido – No Angel.
-myndir: All That Jazz, Pretty Woman, Beaty and the Beast, Fight Club og Elizaabeth.
-búð: Matarbúðir, hún elskar að elda!
-tími í skóla: Bandarísku stjórnmálin. Don’t ask!
Kvikmyndir sem Anne Hathaway hefur leikið í. Þær eru ekki margar en þeim mun fjölga!
Ella Enchanted (2003) …. Ella
Nicholas Nickleby (2002) …. Madeline
Other Side of Heaven, The (2001) …. Jean
Princess Diaries, The (2001) …. Mia