
Nágranninn góði Holly Valance er ekkert að spara taktana þegar kemur að kynþokka. Kella virðist nokkuð sátt við eigin líkama og notar hann óspart eins og svo margar popp “druslur” kjósa að gera þessa dagana. En Holly þvertekur fyrir það að hún sé að reyna að selja tónlist sína útá kynþokka, “ég er listamaður ekki heilalaus líkami” sagði Ástralska stjarnan í spjalli við fjölmiðla um daginn.
Radiohead söngvarinn Thom Yorke spilaði tvö ný Radiohead lög á sólótónleikum sínum á föstudaginn. Þá var hann að spila á fjáröflunartónleikum fyrir Bridge skólann í Kaliforníu og lék hann meðal annars gamla lagið Lucky af Ok Computer og Neil Young slagarann After The Gold Rush.
Kúrekarokkarinn Kid Rock segist ætla að halda risastórt alvöru brúðkaup fyrir sig og unnustuna, Pamelu Anderson á næstu dögum. Þau voru reyndar búin að gifta sig í svona Elvis – Las Vegas brúðkaupi um daginn en Kiddarinn vill líka fara með þetta alla leið í glysinu. Annars er það af Kid Rock að frétta að tveir af hans nánustu samstarfs mönnum hafa nú lagt fram kærur á hendur honum þar sem þeir saka hann um hugmyndastuld.