Gwyneth Paltrow þekkja flestir, en mér finnst samt ekkert rosalega mikið talað um hana, en hún er sæt, ljóshærð, og virkilega saklaus að sjá, allana finnst mér það!!;)
Hérna ætla ég að segja ykkut smá um hana og hennar líf=)
Gwyneth Paltrow er alvöru nafnið hennar. Hún er fædd árið 1972, þann 27. september.
Gwyneth hefur leikið í fjölda stórmynda og eru það t.d. Sliding Doors, Emma, Seven og Shallow Hal.
Í Seven kynntist hún fyrrverandi unnusta sínum, kvennagullinu sæta Brad Pitt (sem er núna með Jennifer Anitston). Hún hefur líka verið með Ben Affleck (sem er núna með Jennifer Lopez). Í fyrra var hún svo með Luke Wilson (ég veit reyndar ekkert hver það er) en ég veit ekki hvort þau séu ennþá saman. Einnig er hún mjög góð vinkona Madonnu, þær stunda jóga saman (ég las eitthvern tíma að alla vegana Gmyneth eyði um 90 mín á dag í jóga) og svo taka þær stöllur partílífið með trompi þegar þær fara út saman.
Hún vann óskarinn þegar hún var aðeins 25 ára og það var stökkpallurinn til frægðarinnar.
Hún segir sjálf að það sem gerir henni kleift að lifa í stjörnuheiminum sé að hún eigi góða æsku að baki sér. Hún segist eiga mjög góða foreldra og segir að hún hafi fengið frábært uppeldi. Hún fæddist og ólst upp í Los Angeles en var alltaf á sumrin í Berkshire fjöllum. Þegar hún var fimm ára flutti hún til New York og hefur búið þar síðan. Áhugi hennar á leiklist kom snemma fram og hún var bara 5 ára þegar hún steig fyrst fram á svið í leikhúsi. Þegar hún kom upp í framhaldskóla voru henni boðin mörg hlutverk og ákvað hún þá að halda áfram í leiklistinni og gefa skólann upp á bátinn. Hún segir að heppnin hafi alla tíð verið með henni og vonar að hún haldi áfram að vera það.