Rokkslæðan - les machos
Kvennahljómsveitin Rokkslæðan varð til í mars árið 2002. Meðlimir hennar eru Kidda Rokk á gítar, söngkonan Kriz, Dísa Reaggie sem spilar á bongó og trommur og Gréta sem spilar líka á gítar.

Hljómsveitin spilar ýmsa smelli og vinsælustu lögin eru “Traustur vinur”, “Survivor”, “Lítið ástarbréf”, “Lick it Up” og “Sweet Child of Mine”.

„Grúppíur eru dyggur aðdáendahópur sem sækir hverja einustu tónleika bandsins. Þær syngja öll lögin á dansgólfinu, þurrka svitann af Kiddu Rokk, kyssa tærnar á Kriz, fara í sleik við Dísu Reaggie, heiðra gítarsóló Grétu og á mjög heitri stundu fara grúppíurnar “úr að ofan” á vinstri væng við sviðið." *

Rokkslæðan gefur þrjár slæður á hverjum tónleikum. Það er ekki sjálfgefið að eignast slíkan grip. Á hverjum tónleikum manar hljómsveitin salinn til að gera eitthvað hrikalegt svo þeir fái slæðu. Hingað til hefur fólk meðal annars farið úr að ofan/neðan, sleikt tær, keypt snafs á línuna, gert þrjátíu armbeygjur, gefið öllu bandinu rós, farið með fimm mínútna ástarjátningu á hnjánum og margt fleira.

Eins og glöggir lesendur og aðdáendur Rokkslæðunnar hafa líklega gert sér grein fyrir eru meðlimirnir lesbískir. Allir nema einn held ég - eða ég þori ekki að fara með það. Ef þið vitið það þá er ég opin fyrir því. En já hvert var ég komin. Já þær eru a.m.k. 3 lesbískar og ekkert minna töff fyrir því. Þetta er greinilega eins og með dansandi homma, því hýrari því betri. Annars veit maður náttúrulega ekki. En Rokkslæðan er allavegana mössuð hljómsveit!

—-
*http://this.is/gaypride/skemmtiat ridin.htm#rokkslaedan