Foo figthers Ég ætla að skrifa smá grein um eina af uppáhalds hljómsveitunum mínum og það eru foo figthers. Þeir voru að gefa ún nýjan geisladisk sem heitir One by one.

Foo figthers eru Dave Grohl,Taylor Hawkins,Nate Mendel,Chris Shifflet,Franz Stalh og Pat Smear.

Dave Grohl þekkja náttla allir sem trommarinn úr Nirvana og hinir voru víst líka í einhverjum öðrum hljómsveitum sem söngvarinn hafði líka drepið sig og fengu Dave til liðs með sér sem söngvara í þetta skipti samt en hann söng oft bakraddir með Nirvana.

Eftir að Kurt Cobain framdi sjálfsmorð hafði Dave engann áhuga á að fara aftur í neina hljómsveit, hann villdi bara vera heima og semja tónlist, (hann hafði alltaf haft gaman á að semja lög en komst fljótt að því í Nirvana að það væri því miður ekkert pláss fyrir lögin hanns.) en síðan fékk hann símtal frá gaurunum úr Foo figthers og þeir töluðu um það að þeir höfðu líka lennt í þessu og villdu fá Dave með sér í hljómsveit og hann játaði.

Ef maður hlustar á textanna hjá Foo figthers kemst maður að því að þeir bara meika ekkert sense en Dave segir að hann vill ekki semja um neitt persónulegt því að hann finnist bara ekkert rétt að vera deila tilfinningum sínum með milljón manns, en hann segir samt að það sé lang erfiðast að semja lög um e-ð bull en e-ð frá hjartanu.

Nýja lagið þeirra “All my life” er hreinasta snilld og myndbandið líka en því miður fær það litla spilun á popp tíví og mér finnst það ömurlegt því að ég er ekki með MTV og ég ætla alls ekki að downloada þessu lagi ég ber of mikla virðinug fyrir þeim en ég ætla að kaupa diskinn um mánaðarmótin þegar ég fæ útborgað. Þið verðið að vera dugleg að byðja um þetta lag á popp tíví krakkar það er svo mikil snilld :)

kv