Mér finnst nú alltaf jafnleiðinlegt að lesa illa skrifaðar greinar, með litlum sem engum upplýsingum um efnið, öðrum en aðdáun á því.
Þessvegna ætla ég að bæta hér aðeins um betur og þýða hérna smá engilsaxneskan pistil um þá.
Hljómsveitin Foo Fighters var stofnuð árið 1995 í grungebænum Seattle,WA. Aðalsprautan á bakvið hana var einsog flestir vita, fyrrverandi meðlimur Nirvana, Dave Grohl. Þrátt fyrir að Grohl hafi verið falinn fyrir aftan trommusettið hjá Nirvana, þá var hann öflugur við það að taka upp tónlist heima hjá sér, sem almenningur fékk ekki að sjá. Sú tónlist markaði grunninn að Foo Fighters.
Dave Grohl byrjaði að spila á gítar og semja lög á táningsaldri, ásamt því að spila í mismunandi hardcore punk hljómsveitum. Í kringum 87-88 byrjaði Grohl í Washington bandinu Scream, sem trommuleikari. Þegar farið var að líða á seinnipart hljómsveitarinnar Scream, var Grohl á fullu að semja sitt eigið efni í studio í kjallaranum hjá vini sínum, Barrett Jones. Sumt af því efni kom fram á seinustu plötu Screams, Fumble. Eftir sumartúrinn ´90 hjá Scream, flutti Grohl til Seattle og byrjaði sem trommuleikari hjá Nirvana. Eftir að Nirvana tóku upp snilldarplötuna Nevermind, fór Grohl aftur til Washington og tók þar upp fullt af lögum, sem síðar var gefið út af hljómplötufyrirtækinu Simplie Machines, og hét sú KASETTA Pocketwatch. Mest allt árið ´92 var Grohl á fullu með Nirvana, en í fríum tók hann upp sólo efni með Barrett Jones, sem hafði þá flutt til Seattle. Þeir héldu upptökum áfram út fyrripart ´93 eða þangað til Grohl þurfti að taka upp In Utero með Nirvana. Grohl hafði verið að leika sér með þá hugmynd að gefa út aðra kasettu sumarið ´93, en var það aldrei framkvæmt. Í kjölfar sjálfsmorðsins hjá forsprakka Nirvana ´94, hélt Dave Grohl sig frá sviðsljósinu í nokkra mánuði. Haustið ´94 bókaði Grohl síðan stúdíó tíma, dróg Barrett Jones með sér og á aðeins EINNI VIKU tóku þeir upp saman það sem átti að vera sólo plata Dave´s en varð síðar að fyrstu plötu Foo Fighters. Þess má einnig benda á að Dave Grohl spilaði á öll hljóðfærin á þeirri plötu. Hann gerði u.þ.b. 100 eintök af henni og gaf vinum og samstarfsmönnum. Á engum tíma var sólo verkefnið hans Dave Grohl, orðið að uppboðsstríði hljómplötufyrirtækja. Í staðinn fyrir að setja af stað full time sólo feril þá ákvað hann að stofna hljómsveit. Í gegnum konuna sína kynntist hann Nate Mendel, fyrrum bassaleikara Sunny Day Real Estate. Áður en þeir kynntust, hafði söngvari Sunny Day, Jeremy Enigk, tekið upp kristna trú og hætt í bandinu, sem markaði endalok þess. Í kjölfarið þá byrjaði ekki einungis Nate Mendel, heldur fékk hann einnig fyrrum trommara Sunny Day, William Goldsmith til að koma líka. Fyrrum meðlimur hljómsveitarinnar Germs og Nirvana, Pat Smear, ákvað einnig að spila með. Hljómsveitin var nefnd eftir leyniþjónustu í seinni heimsstyrjöldinni sem átti að hafa rannsakað fljúgandi furðuhluti eða Foo Fighters. Þeir skrifuðu undir samning við Capitol Records árið ´95. Fyrsta plata þeirra, sem samanstóð einungis af sólo upptökum Grohl´s var gefin út 4 júlí, 1995. Hún slóg strax í gegn í bandaríkjunum og varð fyrsta smáskífan This is a call sem fékk vægast sagt mikla spilun í útvarpi vestanhafs. Snemma ´96 var platan orðin Platínum.
Foo fighters fylgdu plötunni eftir út árið ´96 með frábærum túr, meðan lög einsog Big me voru að slá í gegn í útvarpinu. Í lok ´96 byrjaðu þeir að taka upp aðra plötu með upptökustjóranum Gil Norton. Meðan á þessum upptökum stóð hætti William Goldsmith í hljómsveitinni vegna ósættis við meðlimi hljómsveitarinnar. Þetta þýddi að Grohl þurfti að setjast á trommurnar og klára það sem eftir var að taka upp. Rétt fyrir útgáfu seinni plötunnar árið ´97, fannst staðgengill fyrir William, Taylor Hawkins, sem hafði áður verið trommuleikari hjá Alanis Morissette.
The Colour and the shape, fyrsta platan hjá þeim sem hljómsveit, var gefin út í maí ´97. Eftir útgáfu hennar hætti síðan gítarleikarinn þeirra, Pat Smear og kom Franz Stahl í staðinn, sem entist þó stutt. Árið ´99 var síðan platan There is nothing left to loose gefin út. Stuttu seinna var nýr gítarleikari ráðin, Chris Shiflett.
Nú í ár gáfu þeir út plötuna One by one sem hefur hlotið gríðarlega góða dóma. Einnig var Dave Grohl að hjálpa meðlimum Queens of the stone age aðeins með trommuleikinn en þess má benda á að nú eru QOTSA komnir með trommuleikara í fullt starf.
Nú er bara að bíða og sjá….