Þjóðverjinn Heinz Guderian hershöfðingi og sovéski skriðdrekaforinginn Semyon Krivoshein spjalla saman, þá bandamenn, á hersýningu í hinum blóðuga bæ Brest í Póllandi eftir að hafa skipt því á milli sín.
Eftir að Hitler hafði samið við Stalín gat hann snúið sér til vesturs á meðan Stalín snéri sér að sýnum vesturglugga en fyrst fengu Pólverjar að finna til tevatnsins. Sovétmenn urðu að drífa sig til að halda í við Þjóðverja sem blitzuðu sig í gegnum Pólland sem féll eins og spilaborg.
Sovétmenn sem vildu endurheimta áður Sovésk svæði í Austur Póllandi sem voru byggð Hvítrússum og Lettum að mestu mættu ekki mikilli mótspyrnu þar sem bróðurparturinn af pólska hernum var í stríði við hina öflugu stríðsvél Þjóðverja.
Guderian var einn fremsti hershöfðingi og hernaðarskörungur Foringjans og bandamaður hans Krivoshein sem síðar urðu erkifjendur tók ekki aðeins þátt í orrustunni um Berlín heldur einnig sjálfri árásinni á Reichstag sem fræg var.